Gunnar Bragi kurteis en ákveðinn

Nýr utanríkisráðherra sýndi Evrópusambandinu og stækkunarstjóra þess fyllstu kurteisi en tók jafnframt ótvírætt skref í þá átt að vinda ofan af aðlögunarferli Íslands inn í ESB með því að segja að hlé verði gert á viðræðum og staðan metin.

Stækkunarstjórinn, Stefan Fule, sagði Íslendinga ekki hafa ótakmarkaðan tíma til að meta hvort þeir ætli að hætta alfarið ferlinu inn í ESB eða taka þráðinn upp að nýju. Þar fara hagsmunir Íslands og ESB saman: engin ástæða er til að tefja lengi við núverandi stöðu mála.

Eftir kurteisa stöðvun viðræðna, t.d. sex til níu mánuði, er heppilegt að Gunnar Bragi utanríkisráðherra fari á ný  til Brussel og segi þá niðurstöðu endanlega að Ísland sækist ekki lengur eftir aðild að Evrópusambandinu.

 


mbl.is Vonsvikinn með ákvörðun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bara si sona ; “ Við erum hætt með ykkur,var aldrei nein alvara"

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2013 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband