Eldislax hættulegur heilsu manna

Eiturefni í fóðri eldislaxa berast í menn við neyslu og geta valdið lægri greind, einhverfu og atferlisröskun. Óléttum konum, unglingum og börnum er eindregið ráðlagt að leggja sér ekki til munns eldislax. Á þessa leið er frétt norska dagblaðsins VG um hættuna af eldislaxi.

Norðmenn eru heimsins stærstu framleiðendur eldislax. Norskir sérfræðingar sem VG ræðir við telja ekki óhætt að snæða framleiðsluna vegna þess að fóðrið inniheldur eiturefni sem safnast fyrir í fituvefjum neytenda og geta valdið alvarlegum skaða.

Á Íslandi eru hugmyndir um stórfellda aukningu framleiðslu á eldislaxi. Í þeirri framleiðslu verður að huga að þeim vanda sem Norðmenn standa frammi fyrir. Ef það verður almenn skoðun að hættulegt sé að snæða eldislax verður tæpast markaður fyrir afurðina.


mbl.is Mikil verðmætaaukning sjávarafurða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

ESB lax ? Hlýtur að vera..

hilmar jónsson, 11.6.2013 kl. 12:32

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Mig grunar það Hilmar því síðuhafi skrifar þarna "hættulegur"

Friðrik Friðriksson, 11.6.2013 kl. 13:30

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ætli matvæla eftirlitið á Íslandi væri ekki búið að stöðva marga starfsemina hér á landi ef að mannfólki stafaði einhver hætta af þessu?

Reikingar eru hættulegar; af hverju eru þær ekki bannaðar?

Jón Þórhallsson, 11.6.2013 kl. 14:48

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Norskur eldislax er í versta falli EES lax  :) 

En norskir eru ekki að gagnrýna laxeldi per se, heldur fóðrið sem notað er.  Það kemur ekki fram hjá Verdens Gang hvaðan fóðrið kemur og hvernig það er framleitt.  Sem ætti að vera meginmálið í umræðunni.

Kolbrún Hilmars, 11.6.2013 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband