Laugardagur, 8. júní 2013
Bandalag Guðna, Björns Bjarna og Ólafs Ragnars
Guðni Ágústsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins var prímus mótor í endurkjöri Ólafs Ragnars Grímssonar forseta fyrir ári. Þegar Ólafur Ragnar talar um helsta utanríkismál Íslendinga síðari tíma, afstöðunnar til Evrópusambandsaðilar, tekur Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra og helsti sérfræðingur þjóðarinnar í utanríkismálum undir með forsetanum.
Fyrr á árum voru þremenningarnir hver á sínum stað í pólitíkinni og voru varla í stjórnmálasambandi, einkum á það við Björn og Ólaf Ragnar. Breyttar aðstæður í utanríkismálum leysa upp fornar væringar.
Evrópuumræðan hefur stokkað upp íslensk stjórnmál og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Flokkur ESB-sinna á Íslandi, Samfylkingin, stendur einangraður og illa mannaður. Annað tveggja dagar flokkurinn uppi eða leitar hófanna með samvinnu eða samruna.
Tvær meginleiðir standa Samfylkingunni til boða. Í fyrsta lagi að leita á náðir VG og endurnýja vinstripólitíkina á Íslandi. Slík samvinna/samruni gengur ekki undir formerkjum ESB-umsóknar.
Í öðru lagi er mögulegt fyrir Samfylkinguna að leita eftir bandalagi við ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum. Þeir standa veikt, Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og fáeinir í viðbót en það er ekki eins og Samfylking eigi margra kosta völ.
Ef ríkisstjórnin jarðar ekki ESB-umsóknina sæmilega hratt og örugglega gæti ESB-vængur Sjálfstæðisflokksins lifnað við og orðið pólitískur makker Samfylkingar.
Ríkisstjórnin ætti að hlusta á þá Guðna, Björn og Ólaf Ragnar. Þeir vita sínu viti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.