Laugardagur, 8. júní 2013
Krónan og stöðugleiki í verðbólgu og atvinnu
Með eigin gjaldmiðli getum við stjórnað samspili verðbólgu og atvinnu. Krónan féll eftir hrun og gengisfallið varði atvinnu fólks enda varla hægt að tala um atvinnuleysi að ráði nem í fáeina mánuði eftir hrun.
Fall krónunnar leiddi til verðbólguskots en það var fljótlega leiðrétt þegar efnahagskerfið lagaði sig að nýjum veruleika.
Stöðugleiki á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum ætti að tryggja lága verðbólgu og tryggt framboð atvinnu. Án krónunnar væri þetta ekki gerlegt - um það er reynsla evru-ríkja ólygnust.
Verðbólguvæntingar stjórnenda lækka mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kostnaður þjóðarinnar við krónuna er 80 til 110 milljarðar á ári.
Krónan og sauðkindin hafa almening hér í heljargreipum.
Krónan er besti gjaldmiðill í heimi að mati síðuhafa.
Friðrik Friðriksson, 8.6.2013 kl. 16:58
Án þeirra værir þú líklega ekki til,vælandi og skrækjandi út af sannindum lífsins og vanmetandi það sem gerir okkur að einum hamingjusömustu þjóðum heims. Stuðullinn hefur hækkað við fall esb,sinna.
Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2013 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.