Skýringin á tapi vinstriflokkanna

Ísland komst hratt og vel upp úr kreppunni eftir hrunið 2008. Meginástæður umskiptanna eru að við búum að traustum innviðum, fullveldi og eigin gjaldmiðli. Stefán Ólafsson prófessor pælir í lífsánægjumælingu og segir Íslendinga orðna fjarska ánægða með hlutskipti sitt 2012. Stefán spyr

Í ljósi þess að Íslendingar voru aftur orðnir með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt á árinu 2012 er athyglisvert að velta fyrir sér útkomu kosninganna í apríl sl. Stjórnvöld nutu þess í engu að hafa hugsanlega átt þátt í að endurbæta ástandið hér svo þjóðin gæti endurheimt hamingju sína á ný.

Mergurinn málsins er að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. andskotaðist út í allt sem gerði þjóðinni mögulegt að komast úr kreppunni. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar töluðu með lítilsvirðingu um innviði samfélagsins, sögðu þetta og hitt ónýtt eð hluti af ,,gamla Íslandi". Fullveldinu átti að farga með aðild að Evrópusambandinu og stjórnarskrá lýðveldisins var ómerkilegt plagg í augum ráðamanna. Ónýtast af öllu ónýtu var þó íslenska krónan, sögðu ráðherrar Samfylkingar og VG.

Þjóðin var ósammála málflutningi Samfylkingar og VG um að Ísland væri ónýtt og hafnaði vinstriflokkunum í þingkosningunum 27. apríl. Með bros á vör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband