Vinstrimenn snauðir af menningu

Einu sinni var menningin háborg vinstrimanna á Íslandi. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag/Sósíalistaflokkur máttu sín lítils andspænis Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í fjölda þingmanna en menningarumræðuna áttu þeir með húð og hári, einkum þó róttækir vinstrimenn.

En það er liðin tíð. Þegar vinstrimenn í dag heyra orðið menning, að ekki sé talað um þjóðmenningu, þá dettur þeim í hug stjórnlyndi og elítumenning. Guðmundur Andri Thorsson staðfestir strútfuglasýn hins dæmigerða vinstrimanns á Íslandi annó 2013 þar sem hann finnur áhuga forsætisráðherra á þjóðmenningu allt til foráttu.

Þjóðmenning er pæling um hvað gerir okkur að þjóð. Fyrrum formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason, orðaði þessa hugsun í titli greinasafns sem hann gaf út svo seint sem 1994: ,,Vegsemd þess og vandi að vera Íslendingur."

Vinstrimenn eins og Guðmundur Andri fá hland fyrir hjartað þegar talið berst að þjóðmenningu. Ein skýring er nærtæk. Vinstrimenn eru með timburmenn eftir pólitíska fylleríið sem þeir fóru á eftir hrunið og leiddu menningarvitann Jón Gnarr til valda í stól borgarstjóra höfuðstaðar lýðveldisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú búið að ríkisvæða lista og menningarlífið hérna. Mín skoðun að er kannski eina aðkoma ríkisins að listalífinu ætti að vera að styrkja þjóðlega listsköpun. Að öðru leyti hefur ríkið einungis eyðileggjandi áhrif og rétt eins og kommúnisminn, dregur virtuosa niður á plan hinna hæfileikalausu.

Það sem þetta fólk skilur ekki er að menning og list kemur ekki ofan frá, úr ráðuneytinu eða bankanum. Einungis drasl fæst með slíku móti. Menningu og listir er einungis að finna á götunni.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 18:10

2 identicon

Það sem mig langar að vita er hvernig þetta hugtak Þjóðmenning er skilgreint.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband