Íslenski framhaldsskólinn í fremstu röð

Sá sem innritast í framhaldsskóla á Íslandi getur valið um tæplega 40 skóla, fjölbreyttar námsbrautir á sviði bóknáms og verknáms, tekið stúdentspróf á tveim árum eða fimm árum, unnið með skólanum eða ekki og tekið hlé frá námi og komið aftur.

Til að toppa þetta er íslenski framhaldsskólinn rekinn með mun minni tilkostnaði en framhaldsskólar í nágrannaríkjum, eins og kemur fram í afbragðsgrein Atla Harðarsonar skólameistara í Morgunblaðinu nýverið.

Verkefni nýrrar ríkisstjórnar í menntamálum er að svara eftirfarandi spurningu: hvernig í veröldinni er hægt að bjóða upp á svona öfluga framhaldsskóla og hvað er hægt að gera til að svo megi verða áfram?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband