Atvinna á krónusvæðinu, atvinnuleysi á evrusvæðinu

Strax eftir hrun var 12-15 prósent atvinnuleysi á Íslandi í nokkra mánuði. Eftir það hjaðnaði atvinnuleysið niður í sama og ekkert og helst þar. Á krónusvæðinu er næga atvinnu að fá vegna þess að krónan leyfði snarpa kostnaðarlækkun eftir hrun þar sem atvinnulífið aðlagaði sig nýjum aðstæðum.

Aðra sögu er að segja af evrusvæðinu. Þar er langtímaatvinnuleysi að meðaltali fyrir tíu prósent og milli 20 og 30 prósent á jaðarsvæðum Evrópusambandsins. Dæmigerð frétt um atvinnuástandið á evrusvæðinu hljómar svona

Atvinnuleysi á Spáni mælist 27%. Og það er fremur lágt ef aðeins er miðað við 16 til 24 ára. Í þeim hópi er 57% atvinnuleysi.

Talað er um týnda kynslóð ungs fólks sem fær ekki aðild að atvinnulífinu. Evran kemur í veg fyrir að írskt, spænskt, grískt og portúgalskt atvinnulíf aðlagi sig að efnahagslegum staðreyndum. Þjáningarnar eru teknar út á ungu fólki sem er kerfisbundið útilokað frá því að fá atvinnu.


mbl.is „Atvinnuleysið verði úr sögunni“ í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

það er sérstakt að miða við land þar sem greinilegt er að hamfarir eiga sér stað í atvinnumálum. líka merkilegt að það sé ekki safnað í þróunaraðstoð og fleira handa spáni.

en mitt álit er að þessi frétt sé kjaftæði eins og margar svipaðar , það skapast ekkert atvinna af sjálfu sér, eða byrtist úr loftinu, það gæti mögulega eitthvað farið að gerast ef stórnvöld virkilega beittu sér í atvinnumálum með fjárfestingum og framkvæmdum, sem hef ekki verið gert af nægilegu magni.

GunniS, 30.5.2013 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband