Miðvikudagur, 29. maí 2013
Iceland grunað að vera Baugsland
Iceland-verslunarkeðjan opnaði hér með Baugsfeðga í broddi fylkingar, þá Jóhannes og Jón Ásgeir, enda þeir viðskiptafélagar hins breska eiganda keðjunnar. Grunur leikur á að Árni Pétur Jónsson forstjóri sé leppur feðganna og það hafi verið sýndarviðskipti þegar hann keypti Iceland.
Fólk er ekki búið að gleyma ábyrgð Baugsfeðga á útrás og hrun. Tengsl við feðgana eykur ekki viðskiptavild Iceland-keðjunnar.
Verslun Iceland úti á Granda hefur meira og minna verið tóm síðan hún opnaði. Á meðan örtröð er í Krónunni og Bónus, sem eru steinsnar frá, er tómlegt á bílastæðinu fyrir framan Iceland. Skýring forstjórans að verslunin sé of stór til að njóta hylli neytenda er ekki beinlínis trúverðug.
Iceland ekki á leið af markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar Iceland opnaði, ákvað ég að versla ekki þar nema ég gæti verið viss um að ég væri að kaupa vöru undir kostnaðarverði, þannig að verslunin tapaði á viðskiptum við mig.
Ég gæti trúað að ýmsir fleiri hefðu sama viðhorf.
Púkinn, 29.5.2013 kl. 16:21
Það voru margar góðar vörur í Iceland og á góðu verði. Nenni ekki alla leið upp í Engihjalla.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 16:22
Það er erfitt að hóta framleiðendum að vörur þeirra verði ekki á hillum Iceland ef Iceland fær ekki einhver sérstök kjör og vera bara með tvær verzlanir sem fáir verzla í.
Og ekki verður hótunar ástandið betra að vera bara eina verzlun.
Spái því að Iceland verði ekki mikið lengur með verzlun á Íslandi, vegna þess að huldueigendur Iceland á Íslandi eru fyrrverandi Bónus feðgar.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 29.5.2013 kl. 16:39
Eftir að kom fram að Jón Ásgeir átti og hafði öll tögl í Iceland, þá var hún dauðadæmd.
DV myndin http://jolly-villains.com/bg/images/iceland.JPG
Birgir Örn Guðjónsson, 29.5.2013 kl. 17:24
Ávextirnir voru sjaldan í seljanlegu ástandi og sama má segja um grænmetið.
æegar virðingin fyrir viðskiptavininum er ekki meir en raun ber vitni um förum við í Krónuna þar sem við njótum eðlilegra viðskiptahátta.
Svo kemur ASÍ OG PRÍSAR ÞÁ SEM SELJA Á LÆGRA VERÐI, EN GERA SÉR NEKKI RELLU ÚT AF ÞVÍ AÐ VARAN ER ILLA skemmd ef ekki óæt.
ASÍ gerir sér mat úr ónýtum matvælum og notar verð þeirra til að klekkja á kaupmönnum sem selja ferskar og heilar matvörur á eðlilegu verði.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.5.2013 kl. 22:32
Alveg laukrétt heimir.
Og þarna er líka ein af ástæðunum að sumar verslanir vilja ekki taka þátt í þessum leik ASÍ.
Hver ber t.d. saman gæði á ávöxtum og grænmeti milli Bónus (oj !) og Krónunar ? (flott)
Birgir Örn Guðjónsson, 29.5.2013 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.