Ísland leitar að jafnvægi

Útrásin, hrunið, búsáhaldabyltingin, skuldauppgjör vegna gengislána og hjaðningavíg vegna ESB-umsóknar skópu þjóðfélagsóreiðu sem var ríkjandi allt síðasta kjörtímabil. Almenningur kaus sig í vor frá stjórnmálaflokkunum fóru með ríkisvaldið á tímum óaldarinnar, VG og Samfylkingu.

Verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að skapa frið í samfélaginu annars vegar og hins vegar traustan grundvöll undir hóflegan hagvöxt. Verðbólga er liðlega þrjú prósent og hagvaxtarspá OECD hljóðar upp á tvö og hálf prósent jafnframt því sem atvinnuleysi er lágt.

Ríkisstjórnin Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er með allar forsendur til að leiða þjóðina inn í tímabil jafnvægis og hægfara efnahagsbata.


mbl.is Verðbólgan áfram 3,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband