Miðvikudagur, 29. maí 2013
ESB-umsóknin jörðuð hægt en örugglega
ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 fékk 12,9 prósent fylgi í nýafstöðnum þingkosningum. Ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir með það á stefnuskrá sinni að viðræðum við Evrópusambandið verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur eru með þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Þvert á móti eru báðir flokkar andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Það stendur upp á aðra stjórnmálaflokka, les: Samfylkinguna, að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um að endurvekja umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Til að slík krafa fái hljómgrunn þarf Samfylkingin að fá umboð frá kjósendum og verða ráðandi afl á alþingi. Og það gerist ekki í fyrirsjáanlegri framtíð.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun hægt en örugglega jarða ESB-umsókn Samfylkingar.
Hlé á viðræðum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.