Þriðjudagur, 28. maí 2013
Heimilisofbeldi: konur berja oftar en karlar
Konur eru líklegri til að berja maka sinn en karlar, samkvæmt stórri rannsókn á heimilisofbeldi. Konur eru líklegri til að beita sambýliskarl sinn líkamlegu og andlegu ofbeldi en karlar sambýliskonur sínar. Rannsóknin náði til sex þúsund einstaklinga og var framkvæmd í Þýskalandi.
Fréttaritið Spiegel segir frá rannsókninni og hefur eftir þeim sem hana gerðu að niðurstöðurnar hafi verið óvæntar. Rannsóknin gefur til kynna að konur séu til muna herskárri innan veggja heimilisins en karlar. Karlar eru líklegri en konur að beita ofbeldi á vinnustöðum og opinberum vettvangi en þeir halda að sér höndum á heimilinu.
Þýska rannsóknin er hluti af endurmati á viðteknum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Ofbeldiskonur á heimilum fellur ekki vel að ímyndinni um umhyggjusama móður. Þýska rannsóknin sýndi að konur eru líklegri karlar að beita annað heimilisfólk en maka sína líkamlegu ofbeldi. Öðruvísi mér áður brá.
Athugasemdir
ISS!! Þýsk,rannsókn! Ég hef vitað þetta frá blautu barnsbeini. Barnungum var okkur gefin kvæðabók um eitt svona sett ,prýddar teikningum eftir Tryggva. Aumingja Óla Skans,því ,,óttalegur vargur er hún Vala kona hans., Svo finnst fólki hneyksanlegt að syngja um 10 litla negrastráka.
Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2013 kl. 00:04
Við Helga vitum þetta alveg sko. Konur eru grimmari.
Sandkassinn (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.