Konur sem beita ofbeldi

Ofbeldi kvenna skilur sjaldnast eftir sýnilega áverka. Dæmigerðu ofbeldi kvenna er lýst í frétt Morgunblaðsins um ungan mann sem varð fórnarlamb ofbeldiskvendis. Umræða um ofbeldiskonur er löngu tímabær.

Ofbeldishneigð kvenna birtist einatt á sviðum þar sem þær njóta yfirburða gagnvart körlum; félagsfærni og samskiptahæfni. Karlar sem standa höllum fæti, skortir sjálfstraust, eru feimnir eða koma frá brotnum heimilum eru auðveld fórnarlömb ofbeldiskvenna.

Konur sem ganga fram fyrir skjöldu og segjast beittar ofbeldi eru hversdagshetjur, fá uppslátt í glanstímaritum og viðhafnarviðtöl í ljósvakamiðlum. Karlar sem verða fyrir ofbeldi kvenna þora ekki að koma fram undir nafni af ótta við að verða að athlægi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ditto.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.5.2013 kl. 16:11

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég er rosalega ánægð að það sé hafin umræða um þessi mál í þjóðfélaginu. Löngu orðið tímabært.

Næst má opna augu almennings fyrir því að konur eru líka gerendur í kynferðisbrotamálum gagnvart börnum. Fólk vill almennt síður viðurkenna það, og þau mál vega oft ekki jafnþungt í augum sumra.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 28.5.2013 kl. 20:24

3 identicon

ég tek undir með ykkur, löngu tímabært.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 20:36

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Líkamlegt ofbeldi kvenna er ekki síður alvarlegt, en karla. Karl sem tekur á móti til að verjast, þó ekki sé nema að reyna að halda aftur af konunni, er í bullandi hættu á að vera kærður fyrir ofbeldi.

Síðan er andlegt ofbeldi kvenna hrikalegt t.d. þegar hún getur og lætur karlinn engjast í vafa um faðerni barna sinna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.5.2013 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband