Heimili eru skuldarar án kennitölu

Hókus pókus hugmyndir um að láta skuldir heimilanna hverfa mæta ýmsum vandkvæðum. Greining Íslandsbanka vekur athygli á nokkrum þeirra; hvort á að miða við raunverðbólgu, meðaltalsverðbólgu eða vænta verðbólgu þegar ,,ófyrirséðar" eða ,,stökkbreyttar" hækkanir eftir hrun eru metnar.

Í sjálfri útfærslunni, komi hún nokkru sinni til framkvæmda, bættust við ný vandkvæði. Sum heimili í hruni eru ekki lengur til; fólk fellur frá og hjón skilja. Heimili eru ekki með kennitölu og eru ekki lögaðili heldur einstaklingarnar sem heimilin mynda. Hjón sem sameiginlega stóðu undir afborgunum á húsnæðisskuldum fá ekki jafna endurgreiðslu ef aðeins annað þeirra er skráð fyrir lánunum.

,,Leiðréttingin" á skuldum heimilanna, sem stundum er talað um, mun ekki gera annað en að auka úlfúð í samfélaginu. Ef skuldarar fá leiðréttingum hljóta sparifjáreigendur að koma næst og krefjast bóta vegna þess að raunvextir eftir hrun eru neikvæðir.


mbl.is Vísitalan hækkaði um 38% 2006-2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll; sem oftar - og fyrri !

Ég sé ekki í neinu; hver vandkvæðin ættu að vera á, að ríki og sveitarfélög lufsuðust til, að LEIÐRÉTTA vertryggingar þjófnaði sína, á þeim okkar - sem greiddu / og greiðum Tugi og Hundruð Þúsunda Króna, í vexti og verðbætur, á sama tíma, og liðið, sem á undan fór, var að greiða 3 - 400 Krónur, í KLINKI, af sínum skuldbindingum mánaðarlega, eða svo, síðu hafi góður.

Hverfum aftur; til ársins 1983, þegar verðtrygging launa var afnumin - og skoðum óverrann, í öllu samhengi, frá því ári, Páll minn !!!

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband