Fimmtudagur, 23. maí 2013
VG stærri en Samfylkingin
Fylgi Samfylkingar heldur áfram að skreppa saman, flokkurinn fékk 12,9 prósent í kosningunum en mælist með 11,7% í nýrri könnun. VG bætir við sig frá kosningunum fer úr 10,9 prósentum í 12,1 prósent.
Eflaust er munurinn á vinstriflokkunum innan skekkjumarka en þróunin segir sína sögu. VG stefnir upp á við en Samfylkingin er á niðurleið. Pólitískar staðreyndir eru hliðhollar VG en mótdrægar Samfylkingu. Undir forystu Árna Páls er Samfylking til hægri við Sjálfstæðisflokk.
VG er með burði til að verða leiðandi stjórnarandstöðuflokkur á vinstri vængnum. Í Katrínu Jakobsdóttur er formaður sem talar fyrir sjónarmiðum jöfnuðar, jafnréttis og umhverfisverndar. Og það er eftirspurn eftir slíkri pólitík. Á hinn bóginn er fjarska lítil eftirspurn eftir hægriflokki með viðskeytta heitinu Jafnaðarmannaflokkur Íslands.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.