Gildra spennt Samfylkingu

Ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar um að hætta aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið og heita því að hefja ferlið ekki að nýju án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu er gildra fyrir Samfylkinguna.

Samfylkingin hefur um það að velja að klappa áfram stein ESB-aðildar og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í tíma og ótíma annars vegar og hins vegar að leggja Evrópumál til hliðar. Velji Samfylkingin fyrri kostinn verður flokkurinn áfram í pólitískri einangrun. VG fær tækifæri til að sýna sig sem vinstriflokk með breiða skírskotun í málaflokkum eins og efnahagslegum jöfnuði, jafnrétti og umhverfismálum á meðan Samfylkingin festir sig í sessi sem einsmálsflokkur ESB-kverúlanta.

Fyrirsjáanlega verða fréttir frá Evrópusambandinu neikvæðar í að minnsta kosti næstu þrjú til fimm ár á meðan efnahagskreppan umbreytist í pólitíska kreppu sem leiðir ESB inn í stokkbreytingu. Á þeim tíma er vonlaust mál að píska upp stemningu fyrir ESB-aðild.

Ef Samfylkingin velur seinni kostinn, leggur Evrópumál til hliðar, skapast sóknarfæri en fyrst þarf að fylla upp í pólitíska tómarúmið sem brotthvarf frá stóra málinu skilur eftir.

Líklega gengur Samfylkingin í gildruna og verður einarður ESB-flokkur áfram. Þetta er jú Samfylkingin.


mbl.is Áfall fyrir Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband