Rétt nálgun Bjarna

ESB-ferlið stöðvað strax, efnahagsáherslur í samræmi við stefnumál ríkisstjórnarflokkanna verði sýnilegar í sumar en engin heljarstökk tekin. Ákveðin stefna sem er útfærð af varfærni og hugsuð til lengri tíma.

Þessi nálgun formanns Sjálfstæðisflokksins á viðfangsefnum ríkisstjórnarinnar er skynsamleg. 

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er rökrétt niðurstaða þingkosninganna. Fyrstu fréttir af aðferðafræði ríkisstjórnarinnar lofa góðu. 

 


mbl.is Aðildarferlið verður stöðvað strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Alveg !

Vonandi verða atvinnumálin sett í forgang, svo allir þeir sem eru búnir að vera atvinnulausir fái vinnu á ný.

Birgir Örn Guðjónsson, 21.5.2013 kl. 22:38

2 Smámynd: rhansen

Frábærir ungir hugsjónamenn sem nú leggja af stað ,með velferð lands og þjóðar að leiðarljósi án stór yfirlysinga fyrirfram ..Sannarlega ástæða til að óska til hamingju nyrri Rikisstjórn með Sigmund Davið i fararbroddi !

rhansen, 22.5.2013 kl. 00:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi málalok snerta okkur djúpt,Páll,Birgir og rhansen. Öll sem vanmáttug horfðum á glannalegt heljarstökk þeirrar fráfarandi,var órótt af skelfingu. Nú horfum við fram á veg og styðjum ríkisstjórnina til góðra verka. Til hamingju!!

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2013 kl. 05:03

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

100 dagar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2013 kl. 07:00

5 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Byrjunin lofar góðu ef það verður gert út um ESB-málið í Þjóðaratkvæðagreiðslu eins og allt stefnir í. Óþarfi að tala um 100 daga Svanur, þessi stjórna á að fá 4 ár eins og sú sem er á undan til að sanna sig

Gunnar Sigfússon, 22.5.2013 kl. 09:49

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það eru að koma breyttir tímar og ástæða til að fagna nýrri Ríkisstjórn.

Ríkisstjórn sem mun taka á því sem þarf að taka á sem Sjálfstæð Fullvalda Þjóð þarf til þess að láta Þjóðfélagið ganga.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.5.2013 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband