Þriðjudagur, 21. maí 2013
Ódýrir peningar hækka hlutabréf
Seðlabankar í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum halda vöxtum nálægt núlli til að keyra upp hagvöxt. Baráttan er gegn fyrirbrigði sem Íslendingar þekkja ekki nema af afspurn, verðhjöðnun.
Fyrsta afleiðing ódýrra er að hlutabréf í fyrirtækjum hækka enda vaxtarhorfur betri þegar fjármagnskostnaður stórlækkar. Eftirspurn eftir hlutabréfum mun aukast þar sem aðrar sparnaðarleiðir gefa jafnvel neikvæða vexti. Stórblað í Þýskalandi vekur athygli lesenda sinna á því hve einfalt og ábatasamt er að stofna reikninga til hlutabréfakaupa.
Ódýrir peningar munu á endanum valda skaða. Verðbólga tekur kipp, vextir hækka og atvinnulíf háð lágum vöxtum lendir í kreppu, eins og Liam Halligan útskýrir.
Hækkun í Tókýó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.