Þriðjudagur, 21. maí 2013
Ólafur Ragnar skýrir fall Jóhönnustjórnarinnar
Þegar Jóhanna Sig. og Steingrímur J. ætluðu að kenna Ólafi Ragnari reglurnar í alþjóðastjórnmálum, eftir að alþingi samþykkti fyrsta Icesave-frumvarp stjórnarinnar, var fokið í flest skjól fyrir skötuhjúunum.
Forsetinn sýndi og sannaði í Icesave-málinu að hann ber höfuð og herðar yfir starfandi stjórnmálamönnum. Þjóðin sá í Ólafi Ragnari kjölfestu í pólitískri óreiðu eftirhrunsins og umbunaði honum með glæsilegri kosningu síðast liðið vor.
Ólafur Ragnar sýndi reisn í samskiptum við alþjóðasamfélagið á meðan Steingrímur J. og Jóhanna Sig. beygðu sig og bukkuðu.
Forsetinn hreifst af Sigmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólafur skildi þetta líka en þau ekki.
Hann er stjórnmálafræðingur og hagfræðingur frá Oxford.
Þau flugfreyjan og jarðfræðingurinn eru heimalingar.
Þar munar svolítið miklu.
Viggó Jörgensson, 21.5.2013 kl. 15:13
ólafur er stjórnmálamaður ...hvorki Jóhanna eða steingrimur ,hvað sem titlar allra segja ...það er bara ser gáfa að vera stjórnmálamaður /kona ...
rhansen, 21.5.2013 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.