ESB-umsókn afturkölluð, EES-samningur gildir

Samskipti Íslands og Evrópusambandsins breytast sáralítið við að Ísland afturkalli ESB-umsókn Samfylkingar. Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, og þau samskipti tryggja helstu hagsmuni okkar.

Þegar eini stjórnmálaflokkur landsins, sem vill inngöngu, fær 12,9% fylgi í nýafstöðnum þingkosningum hlýtur það að vera fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að afturkalla vanhugsuðu umsóknina frá 16. júlí 2009.

Allt tal um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald málsins er út í bláinn þegar skýrt og staðfest er í nýafstöðnum þingkosningum að þjóðin hafnar ESB-umsóknarflokknum. Við gætum alveg eins endurtekið þingkosningarnar.

 


mbl.is Spyr um breytta stöðu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Jamm, en ég rek nú frekar augun í það, að apparatið skuli hafa einn og hálfan mánuð til þess að svara :)   Sýnir ruglið !

Hilmar Sigurðsson, 20.5.2013 kl. 20:33

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sérkennileg spurning hjá þingmanninum. 

Ekki síst miðað við að ekki virðist neitt hafa sletst uppá vinskap Noregs og ESB - þrátt fyrir tvöfalda höfnun Noregs á ESB aðild.

Kolbrún Hilmars, 20.5.2013 kl. 20:34

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ísland á að segja sig frá EES-samningnum, sem og að segja sig úr Schengen, - að mínu mati. TH

Tryggvi Helgason, 20.5.2013 kl. 22:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sú Austuríska er greinilega að taka þessu illa,upplifir það e.t.v.eins og hryggbrot. Varðandi Shengen er ég hrædd um að þessi ríkisstjórn vilji ekki segja okkur úr því,miðað við svör sem ég heyrði frá þeim á framboðsfundum. Það hefur ehv. rannsóknarkosti sem vega þungt fyrir Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2013 kl. 00:18

5 Smámynd: Elle_

Sammála Tryggva.

Elle_, 21.5.2013 kl. 00:49

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég set stæðstu spurninguna við þá spurningu Angeliku um hvort breyting yrði á samskiptum ESB við okkur ef við höfnum samningi. Þetta veltur upp hugleiðingum um hvert lýðræðið er komið innan sambandsins.

Að öðru leyti er ég sammála Tryggva.

Gunnar Heiðarsson, 21.5.2013 kl. 06:17

7 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Enn og aftur, þjóðin kaus þá sem vildu koma skuldamálum heimilana í lag. Það hefur forgang um allt annað. ESB - málið er þvert á flokka, enginn flokkur nema Sjálfstæðisflokkur tók skýra afstöðu gegn áframhaldandi samningaviðræðum (og gegn tímasettri þjóðaratvæðagreiðslu um málið). Ekki vann hann beinlínis kosningasigur.

Sjálfsagt mál að kjósa líka um EES-samninginn í leiðinn, ekki fékk þjóðin það heldur á sínum tíma.

Gunnar Sigfússon, 21.5.2013 kl. 15:01

8 Smámynd: Elle_

Jú, Framsóknarflokkurinn var skýr gegn þessu rugli á landsfundinum.  Og það á að stoppa þetta eins og það hófst, í alþingi, óþarfi að kjósa um að stoppa það sem við vorum ekki spurð um í fyrstunni.  Óleyfisumsókn.

Elle_, 21.5.2013 kl. 15:37

9 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Ályktanir Flokksþings Framsóknar 2013 http://www.framsokn.is/wp-content/uploads/2013/04/alyktanir-flokksthings-framsoknarmanna-2013.pdf

"Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allraaðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld best tryggt hagsmuni Íslands áhverjum tíma. Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utanEvrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nemaað undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

Og það á akkúrat ekki að gera sömu mistök og áður að láta Alþingi um þetta heldur spyrja þjóðina sjálfa.

Gunnar Sigfússon, 21.5.2013 kl. 16:15

10 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Til samanburðar ályktun sjálfstæðismanna: http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/utanrikisnefnd_loka.pdf

"Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði HÆTT og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á SVEIF MEÐ EINU STJORNM'ALAFLI gegn öðru. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér."

Lítill en þungur munur í orðalagi við fyrstu sín en ef sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki ályktað að hætta viðræðum (í stað að frysta, eða halda ekki áfram nema að undangenginni atkvæðagreiðslu). Aðeins Regnboginn er með samskonar ályktun um að hætta öllum viðræðum. Samtals tæp 29% þjóðarinnar  á bak við það

Gunnar Sigfússon, 21.5.2013 kl. 18:05

11 Smámynd: Elle_

Hvað þú ert að þræta fyrir?  Það segir þarna skýrum orðum:
Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utanEvrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nemaað undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
 

Þar segir ekki að halda skuli þjóðaratkvæði.  Það eru ekki mistök að stoppa það sem var gert án samþykkis og gegn vilja þjóðarinnar.  Valtað var yfir þjóðina og það á að stoppa ofbeldið.  Vilji fólk eyða peningum í að kjósa, þó 60-70% þjóðarinnar vilji ekki þangað inn, getur það sama fólk safnað undirskriftum og borið málið undir forseta.  Það er rugl að fara að kjósa um það öðruvísi.

Elle_, 21.5.2013 kl. 18:35

12 Smámynd: Elle_

Hinsvegar held ég ekki að forsetinn hefði neitt um málið að segja nema komið væri að því að skrifa undir lög.  En punkturinn er að ofbeldið á að stoppa.  Það þarf ekki að kjósa um að stoppa það. 

Elle_, 21.5.2013 kl. 18:44

13 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Munurinn er sá að í tilfelli Framsóknarflokksins er ekkki kveðið á um að hætta (slíta) viðræðum heldur leggja þær á ís þar til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Það felur  (að mínu mati) augljóslega í sér að þjóðaratkvæðagreiðsla verði gerð. Það er ofbeldi að leyfa ekki þjóðinni að kjósa, heldur ætla að kýla mál í gegn á 30% atkvæða. Skulum bara sjá til hvað kemur núna út úr stjórnarmyndunarviðræðum, vonandi Framsóknarleiðin:)

Gunnar Sigfússon, 22.5.2013 kl. 09:31

14 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Varðandi aðkomu forsetans, þá ertu sjálf búinn að leiðrétta það sem þú sagðir fyrst þannig að ég ætla ekki að kommenta á það hér

Gunnar Sigfússon, 22.5.2013 kl. 09:32

15 Smámynd: Elle_

Nei, rangt.  Og ég skil ekki hvað veldur að þú heldur þessu endalaust fram.  Það stendur þarna skýrum orðum:
Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Ekki verði haldið lengra (hætta, stoppa) í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema (segir ekki að þjóðaratvæði skuli endilega haldið) að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Elle_, 22.5.2013 kl. 15:59

16 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Bara að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla og viðræðum verður ekki slitið nema ef kjósendur hafna áframhaldandi umsóknarferli. Er skýrt núna í stjórnarsáttmálanum. Viðræðurnar sjálfar eru búnar að vera á hold frá því í lok mars. Verða settar af stað aftur ef meirihluti samþykkir. Til hamingju framsókn með að setja þetta svona inn:)

Gunnar Sigfússon, 22.5.2013 kl. 16:17

17 Smámynd: Gunnar Sigfússon

En þú átt en von Elle, kannski fær Vigdís Hauks utanríkisráðherrann:)

Gunnar Sigfússon, 22.5.2013 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband