ESB-sinnar og aðildarandstæðingar eru sammála

ESB-sinnar og andstæðingar aðildar eru sammála um eitt atriði er varðar Evrópusambandið: að evrunni, og þar með sambandinu, verði ekki bjargað nema með stórauknum samruna þeirra 17 ríkja sem eiga gjaldmiðilinn fyrir lögeyri.

Í Evrópusambandinu eru 27 ríki og þau tíu sem ekki nota evru munu tæplega leggja upp í samrunaleiðangur til bjargar gjaldmiðlinum. 

Bretland er prófsteinn á framtíð þeirra tíu ríkja sem ekki eru með evru en eiga samt aðild að ESB. Sitjandi ríkisstjórn freistar þess að endurheimta valdheimildir frá Brussel og verða í reynd aukaaðili að Evrópusambandinu, án þess að ganga formlega úr klúbbnum. 

Tvær ástæður eru fyrir því að stefna ríkisstjórnar Camerons nær ekki fram að ganga. Í fyrsta lagi er enginn áhugi í Brussel fyrir því að framselja valdheimildir tilbaka til þjóðríkjanna. Í öðru lagi er hreyfingin í Bretlandi öll í þá áttina að fá þjóðaratkvæði um úrsögn úr Evrópusambandinu, en ekki lagfæringar á núverandi aðild.

Meiri líkur en minni eru á því að Bretland fari úr Evrópusambandinu á næstu árum. Við það myndast algerlega ný staða í Evrópu. Frá dögum hundrað ára stríðsins milli Englands og Frakklands á 14. og 15. öld er Bretland gerandi í evrópskum stjórnmálum. Við úrsögn úr ESB hlýtur Bretland að freista þess að gera bandalag við þau ríki sem ekki nota evru og taka þar af leiðandi ekki þátt í samrunaþróuninni til að bjarga gjaldmiðlinum.

Viðsjár í Evrópu næstu ár og áratugi eru til þess fallnar að Ísland bíði átekta í einn stað og í annan stað styrki samstarfið við þjóðirnar á Norður-Atlantshafi; Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn. Um það ættu ESB-sinnar og aðildarandstæðingar að geta verið sammála.


mbl.is „Mögulegt að velja hvort tveggja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Er algjörlega ósammála þessari greiningu, það er alveg nóg að geta uppfyllt Maastricht-skilyrðin. Þeir sem geta það geta verið með Evru, hinir ekki. Ekki flóknara en það. Vandamál eru ríki sem ætla sér í ESB án þess að vilja taka þátt í samstarfi eða uppfylla skilyrðin til þess. Best að leyfa þeim að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Bretar ákváðu á sínum tíma að yfirgefa EFTA og fara í ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefðu betur farið í hana...

Gunnar Sigfússon, 21.5.2013 kl. 16:24

2 Smámynd: Snorri Hansson

Það  er réttað að viðhorfið hefur verið þannig að öllu sé fórnandi fyrir evruna. Ég trúi því að þetta muni beitast. Sumar þjóðir munu sprengja sig út úr evrusamstarfinu og taka sína gömlu mynt fegins hendi. Ástæða þess er sú að þegar þjóðir lenda í erfiðleikum er svo ofboðslega erfitt að koma hlutunum í lag aftur með þessa mynt sameiginlega, eilíf spenna og ásakanir. Þetta gerir það að þjóðir munu velja gamla sjálfstæðið í stað algjörs samruna.

Eins og foringi UKIP segir: Við viljum vinsamlegt samstarf og samvinnu milli Evrópulanda en ekki SAMVELDI.

Snorri Hansson, 22.5.2013 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband