Krónan, fullveldið er íslenska leiðin

ESB-sinnar, einkum úr röðum vinstrimanna, geta ekki litið framhjá þeim reynslurökum að fullveldi landsins, þ.e. sú staðreynd að við stöndum utan Evrópusambandsins, og starfrækjum eigin gjaldmiðil eru meginástæður þess að við komumst fljótt og vel úr kreppunni eftir hrunið.

ASÍ, sem hingað til hefur stutt ESB-umsókn Samfylkingar, ætti sérstaklega að leggja við hlustir þegar frammámaður Evrópusamtaka verkalýðsfélaga segir samanburð Íslands og kreppuríkja ESB vera okkur í hag.

Til að Samfylkingin eigi nokkurn kost á endurkomu í íslensk stjórnmál verður flokkurinn að láta af ESB-stefnunni. Annars verður Samfylkingin áhrifalaus hornkerling. 


mbl.is Íslenska leiðin gefið betri niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Meðan hér eru gjaldeyrishöft erum við ekki komin útúr kreppunni. Sama á við um þau lönd sem eru með Evru og eru í fjármagnshöftum (Grikkland og Kýpur). Sem ESB-sinni sakna ég Samfylkingar ekki neitt, til að ljúka því máli þarf kosningu meðal þjóðarinnar, þetta er mál sem gengur þvert á alla flokka. Vandamál samfylkingar var fyrst og fremst "Tjaldborgin"

Gunnar Sigfússon, 20.5.2013 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband