Föstudagur, 17. maí 2013
Aðeins 9 prósent heimila í vanskilum
Aðeins 9,1 prósent heimila með fasteignalán hjá Íbúðarsjóði eru í vanskilum. Þetta er mun lægri tala en gjarnan er flaggað í umræðunni um ,,greiðsluvanda heimilanna."
Heimili sem tóku lán hjá bönkum á tímum útrásar til að greiða upp lán hjá Íbúðarlánasjóði tóku gjarnan umframfjárhæð til að fjármagna neyslu. Ef þessi heimili eru í hlutfallslega meiri vanda en venjulegu heimilin með sín lán hjá Íbúðarlánasjóði þá ætti það ekki að bitna á ríkissjóði. Fólk þarf að læra um afleiðingar óhóflegrar skuldasöfnunar.
Tiltölulega lítið hlutfall heimila er í það sem má kalla sanngjörnum vanda. Þar ættu sértækar aðgerðir að hjálpa upp á sakirnar.
4.600 heimili í vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ætlar ekki að læra þetta Páll.
Vanskil og greiðsluvandi er ekki það sama. Heiðarlegt fólk fer ekki í vanskil það selur eignir, endurfjármagnar skuldir og tekur út lífeyri þannig að ekki kemur til vanskila.
Það er samt í greiðsluvanda, því það á ekki fyrir mentum barna sinna.
Guðmundur Jónsson, 17.5.2013 kl. 16:34
""Heimili sem tóku lán hjá bönkum á tímum útrásar til að greiða upp lán hjá Íbúðarlánasjóði tóku gjarnan umframfjárhæð til að fjármagna neyslu.""
Staðan er nú bara þannig núna, Páll að þeir sem endurfjármgnuð 18 milljónir frá íbúðalánasjóði 2006 með erlendu láni hjá Kaupþing banka, hafa hagnast um 9,3 milljónir á tímabilinu 2006-2012, í samnburði við þá sem ekki endurfjármögnuðu sín lán. Þeir ættu því að eiga fyrir meiri neyslu eða hvað ?
sjá hér
http://mummij.blog.is/blog/mummij/entry/1293263/
Guðmundur Jónsson, 17.5.2013 kl. 16:45
Leiðrétting
""Heimili sem tóku lán hjá bönkum á tímum útrásar til að greiða upp lán hjá Íbúðarlánasjóði tóku gjarnan umframfjárhæð til að fjármagna neyslu.""
Staðan er nú bara þannig núna, Páll að þeir sem endurfjármgnuð 20 milljónir frá íbúðalánasjóði 2006 með erlendu láni hjá Kaupþing banka, hafa hagnast um 9,3 milljónir á tímabilinu 2006-2012, í samnburði við þá sem ekki endurfjármögnuðu sín lán. Þeir ættu því að eiga fyrir meiri neyslu eða hvað ?
sjá hér
http://mummij.blog.is/blog/mummij/entry/1293263/
Guðmundur Jónsson, 17.5.2013 kl. 17:40
Ekki alveg svona einfalt, Páll. Venjulegt fólk selur frekar ömmu sína en að lenda á vanskilaskrá - ef þú skilur hvað ég meina.
Auðvitað eru alltaf einhverjir sem spá ekkert í greiðslugetu ef ótakmörkuð lán eru í boði. En málið er að venjulega fólkið fær ekki (og hefur aldrei fengið) lán nema að undangengnu greiðslumati. Bankanna!
Kolbrún Hilmars, 17.5.2013 kl. 19:23
Greiðslumati bankanna einmitt! þeir eiga bera ábyrgð á því. Ég hinsvegar reikna með 2,0% viðshaldi á ári eða 60% 30 árum. Ég vissi alt um onur raunvextin 1973 7,5% með verðtyggingu, þá þar að borga inn og mikið mins 10% á hverjum gjalddaga eða skipta um íbúð á fimm ára fresti, eða verð með tekjur yfir meðallaunum.
2002 þá er þessu 7,5 % okurvöxtum breytt og lækkaðir í 4,5% en skiptum lánform og skýrt þannig að greiðslu séu lækkaðar til byrja með og verð því á hærru í lokin. Gallinn við þetta er neikvæð veðaflosun sem skiptir engu máli ef lántaki ætlar sér ekki að skipa um húsnæði, þetta er hinvegar tengt íslenskri neyslu vísitölu [CPI fylgir verðhækkum á neyslu verði milli stétta einungis það er alltaf í sömu verslunum árið eftir sömu vörur] sem mælir heildar neyslu á öllu vsk. og EF CPI verðtryggð sveiflu veðskuld er bannað almennt erlendis í lengri tíma en 60 mánuði þá er það vegna þess að Raunvirði heildar skuldar hækkar ef verðbógla fer yfir 12,5% á fimm árum. Vestir á lámtíma jafngreiðslu veðskuldir er leiðréttir á 5 áru og þá miða við raunvirði þjóðartekna, því 80% í meðaltekjum [grunnur atvinnulísins] færa tekur útborgað í reiðu fé sem fylgja raunvirði þjóðar tekna.
Hér var því vitað 2002 að þetta væri hugsað mest til 2007. hægja á veðaflosun lántaka er að skaffa lánadrottum lengri lífa tíma á þeirra óbeina veðhluta láta söfnuin líta út fyrir að vera öruggari. þetta lið þegir þunnu hljóði
þess vegn lendir stór hlutur lántaka í að heildar skuldir hækkuðu um 30% eða meira, og er látin vera með sömu lánsform og fundin upp 110% leið til dauða dags. Því EES tryggir að þjóðartekjur hér hækka ekki meira meðatalið í EU. Eignar upptaka heldur svo bara hér áfram á hverju ár, því sumir standast að kaupa humar og hvítín einu sinni á ári. Svo getið þið hin hlegið.
Svo er hér sagt að fólk af eignatekjur ef fasteinmat og marksmat hækkar. Fólk getur ekki bókað eingatekjur nema fá fær greiddar í reiðufé: hitt er bókhaldslæpur í öðru lagi kaupir engin eignir ef ekki minnst 20% er skuldlaus eingarhluti skráðs eignanda= seljanda. Hryllingur málið er að um 2004 þá var flstir skuldir 30 til 45 ár yfirtöku lán til fela fela greiðslu erfiðleika sem byrju hér alvaralega um 1994 og greindust aftur 1996 erlendis. Í dag er nánast allar heiliskuldir svo yfitöku fram yfir meðallíf aldur einstaklinga. Langt varð nefið á honum Gosa. 2005 spáði ég nákvæmlega rétt um stöðuna hér 2012 . Ég veit nefnlega að sjóðir sem eiga bara subPrime veðsöfn , eiga ekki Prime AAA+++ varasjóði=buffera. Það voru 15 [spánskir aðlaga ] af 180 í EU um 2009.
Júlíus Björnsson, 18.5.2013 kl. 04:25
Fannie May , lánaði 5 ára uppsveilu skuldir til 10% fátækust mögullegu verðtryggjenda [borga viðhald , trygginga og skatta einir] með ríkisbaktyggingum, þanni áttu þeir 20% í veðinu þegar Einkbanki tók við með 25 til 35 ára löglega veðskuld. Fastir vextir löglegu skuldarinnar [ekki nú-fjálshyggju byjunarinnar] voru þá markaðavextir árið sem hún tók við.
Fólki var mútað til taka hér yfirtöku veðskuldir til bæta eignsöfn sjóðanna. Sagt að taka 1 til 2 millur til kaup t.d. bíl eða flatskjá , vextir nú bara 4,5%.
Júlíus Björnsson, 18.5.2013 kl. 04:31
É g tel að vandi þjóðarinnar vegna skulda heimila sé sá að eftir hrunið og stökkbreytingu verðtryggðra lána sé of stór hluti heimila sé með of mikla greiðslubyrði .
Það mikla að umfram geta þeirra til að lifa lífinu er svipuð gamla fólkssins á elliheimilinu
( Vasapeningar : karlinn getur keypt neftóbakið og konan getur endurnýjað sokkana og hárgreiðsluna.)
Langflestar fjölskyldur merja að greiða afborganir en oft með aðstoð stórfjölskyldunnar. Þetta ástand verður óbreitt í mörg ár enn.
Neysla landans hefur skroppið það mikið saman að verslun og þjónusta hangir á horriminni og ríkið missir af gríðarlegum tekjum. Það breytist ekkert í bráð.
Nú fyrir utan það að þrár eignir eru teknar lögtaki á degi hverjum með þeim hörmungum sem ofbýður réttlætiskennd flestra.
Sumir sighvatar fá einhverja svölun í því að sparka á liggjandi fólk og hreyta í það ónotum og ásökunum um að hafa skuldsett sig of mikið og geti sjálfum sé um kennt.
Þeir sína einungis sitt ómerkilega eðli.
Það eru einfaldlega svo ótrúlega margir í sárum eftir brjálæðiskast bankafíflana.
Snorri Hansson, 19.5.2013 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.