Jón Ásgeir herðir tökin: 365 miðlar auka miðstýringuna

Með því að sameina ritstjórnir Stöðvar 2, Bylgjunnar, Vísis og Fréttablaðsins er miðstýring á fréttaflutningi 365 miðla aukin. Það er í þágu eigandans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem kenndur er við Baug.

Jón Ásgeir nýtir sér dagskrárvald yfir fjölmiðlum til að auka vægi sitt í viðskiptalífinu þar sem hann reynir að ná fyrri ítökum. Ólafi Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins varð það á að gagnrýna meðferð Jóns Ásgeirs á eigendavaldinu. Þá var yfirfrakki í formi Mikaels Torfasonar sóttur út í bæ og honum fengin forráð yfir Ólafi.

Jón Ásgeir ætti að vera rólegur núna þegar 365 miðlar tala einni röddu.


mbl.is Fréttastofur 365 sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sá tími mun renna upp að fólk hættir að trúa þessum ótrúverðugu fréttesniftum.

Þórólfur Ingvarsson, 18.5.2013 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband