Vigdís Hauks í ríkisstjórn

Vigdís Hauksdóttir sýndi og sannaði á síðasta kjörtímabili að hún er traustur talsmaður hagsmuna almennings og fullveldisins. Grimmustu stjórnarliðar, Össur og Björn Valur, létu einskins ófreistað að herja á Vigdísi en hún stóð keik.

Næst á eftir Sigmundi Davíð á Vigdís Hauksdóttir tilkall til ráðherraembættis úr röðum þingmanna Framsóknarflokksins.

Svo einfalt er það.


mbl.is „Áhyggjur verði Vigdís ráðherra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Það fór lítið fyrir áhyggjum samfylkingarstjórnarinnar af íslenskum fjölskyldum og einstaklingum sem vegna aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar sáu engin önnur úrræði en gerast landflótta og leita bjargræðis í öðrum löndum. Neyð þess fólks þótti engan veginn næg ástæða til að efna til blaðaviðtala.

En nú eru blikur á lofti, hugsanlega mun komandi innanrikisráðherra Vigdís Hauks ekki sýna nægja hjartahlýju í garð fólks sem leitar bjargræðis í okkar landi og það er hið mesta áhyggjuefni þykir fylgismönnum fráfarandi ríkistjórnar.

Sólbjörg, 16.5.2013 kl. 22:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það flýgur margt í gegnum koll manns á þessari stundu,en ætla að taka undir hvað Vigdís var alltaf keik,á hverju sem gekk. Kem engu í orð nema fögnuði yfir nýrri væntanlegri ríkisstjórn. Takk Sólrún fyrir blog vinskapinn. Vonandi losnum við sem fyrst frá Esb.umsókninni.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2013 kl. 00:44

3 Smámynd: rhansen

Eg hlakka til að sja Vigdisi ,þessa hörkuduglegu og kjarkmiklu konu i ráðherrastól .og komi kanski einhverju lagi á þessi hælisleitenda mál t.d.

rhansen, 17.5.2013 kl. 00:46

4 Smámynd: rhansen

Takk konur her á undan fyrir innleggin ,sammála og hlakka til að sja Vigdisi i ráðherrastól ,sem mer finnst hún fyllilega eiga skilið þessi kjarnakona ..

rhansen, 17.5.2013 kl. 00:50

5 Smámynd: Sólbjörg

Það er svo sannarlega ástæða til að fagna Helga mín. Það er alvöru vor í lofti í öllum skilningi og bjart framundan með nýja ríkisstjórn. Við erum sammála allar þrjár að Vigdísi treystum við í ráðherrastól, skýrustu meðmælin með Vigdísi er hvað það veldur miklum ugg hjá fráfarandi stjórn að hún verði ráðherra.

Sólbjörg, 17.5.2013 kl. 08:10

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sáraeinfalt

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2013 kl. 08:30

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Hún minnir á Steingrím j. Sigfússon þegar hann var í stjórnarandstöðu og fólk ætti að vita hvernig fór þegar hann komst að kjötkötlunum.

Þórólfur Ingvarsson, 18.5.2013 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband