Þjóðarmein

Reikisstjórnir eru myndaðar fyrir skuldara, neikvæðir vextir eru í þágu skuldara og efnahagskerfinu er riðið á slig til að þjóna sömu hagsmunum. Óhófleg skuldasöfnun er þjóðarmein.

Alger viðhorfsbreyting þarf að verða á afstöðu til skuldsetningar. Vísdóminn um að græddur sé geymdur eyrir verður að hefja til vegs á ný.

Forsenda fyrir jafnvægi og stöðugleika í efnahagskerfinu er að skuldurum sé settur stóllinn fyrir dyrnar: hingað og ekki lengra.

 

 


mbl.is Gengur mjög á sparifé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Á Íslandi er geymdur eyrir tapaður, því miður. Þegar vitringarnir standa í röðum og heimta að allt sé gert fyrir skuldara og að sem mestu sé stolið frá þeim sem spara mun þetta ekki breytast. Einhver "kerfisfræðingur" lagði til dæmist til, hér á blogginu, að verðtryggingin verði tekin úr sambandi um stund til þess að verðtryggð lán lækki að verðgildi og auðvitað vertryggðar inneignir að sama skapi. Það er í rauninni ekkert annað en þjófnaður.

Þetta er þjóðarmein og ástæða þess að erfitt og dýrt er að nálgast lánsfé, því hver vill lána peninga og fá ekkert annað en tap í staðinn...

Hörður Þórðarson, 14.5.2013 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband