Pólitísk væntingastjórnun

Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru tveggja þátta. Í fyrsta lagi innihald málefnasamnings og í öðru lagi að stýra væntingum fólks til nýrrar ríkisstjórnar.

Málefnasamningurinn er mikilvægur fyrir vegferð ríkisstjórnarinnar út kjörtímabilið en væntingastjórnunin ræður því hvernig til tekst með upphaf stjórnarsamstarfsins.

Báðir flokkar gáfu fyrirheit um betri tíð með blóm í haga og kjósendur munu rukka þau loforð. Ný ríkisstjórn verður á hinn bóginn að standast þann freistingarvanda að ætla að bæta lífskjör með hókus pókus aðferðum.

Væntingastjórnunin mun ganga út á að sannfæra þjóðina um að sígandi lukka sé heppilegri en stormsveipur falskra lífskjara.


mbl.is Þingflokkarnir boðaðir á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir hvert orð í þessum pistli. Þegar heilt lið hefur setið á bekknum í eitt kjörtímabil og kemur inn á leikvanginn eru væntingarnar miklar.

Vonandi hefur það dregið lærdóma af því af hverju það var sett á bekkinn á sínum tíma.

Ómar Ragnarsson, 13.5.2013 kl. 12:50

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dýrkeypt örvæntingartilraun 2009,að setja hlaupara í gaddaskóm inn á, sem kjósendur höfðu staðið að því að skora sjálfsmörk. Fyrir það erum við ennþá að líða,strita og missaþ

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2013 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband