Laugardagur, 11. maí 2013
Jóhönnustjórnin hrundi undan sjálfri sér
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. tók við eftir hrun og mislas bæði sína stöðu og þjóðina. Vinstriflokkarnir töldu sig vera með umboð til að bylta lýðveldinu, stokka upp stjórnskipunina og segja okkur til sveitar hjá Evrópusambandinu.
Þjóðin vildi ekki byltingu, aðeins tiltekt. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG fékk viðvörun í Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslunum tveim en hlustaði ekki og keyrði sömu byltingarstefnuna.
Afleiðingin varð hrun stjórnarflokkanna 27. apríl.
Hin eina og sanna hrunstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. tók við eftir hrun", bara að minna á að Jóhanna var Ráðherra í Ríkistjórn Geirs H. Haarde og maðurinn sem mesta ábyrgð bara á þessu var samfylkingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson Viðskipta- og bankamálaráðherra. Hans eina hlutverk var að hafa auga með bönkunum en hann klúðraði því jafn hrapalega og raun bar vitni. Hann var samt þingmaður samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili og ætlaði sér að komast aftur inn
Brynjar Þór Guðmundsson, 11.5.2013 kl. 18:08
Þetta er áhugaverð hjá þér og rökstudd umfjöllun um orsök fylgishruns "Jóhönnustjórnarinnar" og nauðsynlegt að kafa ofan í það mál.
En meira 64% lýstu því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslu að þeir vildu að frumvarp stjórnlagaráðs yrði lagt til grundvallar nýrri stjórnarskrá og enn meiri stuðningur var við auðlindaákvæðið, persónukjör og jafnt vægi atkvæða.
Í frumvarpinu get ég ekki séð að neitt felist í líkingu við það að "bylta lýðveldinu" enda hefði aldrei náðst alger 25-0 samstaða um neitt slíkt í stjórnlagaráði.
Ómar Ragnarsson, 11.5.2013 kl. 21:55
Samfylkingin var aðalgerandinn í Hrunríkisstjórninni og hafði þá lykilmenn, sem gátu tekið snemma á vandanum og stoppað vitleysuna sem var í gangi:
Björgvin G. Sigurðsson, maðurinn sem átti að sjá um að Jónas Fr. Jónsson færi af fullum þunga í bankana með góðu eða ef þyrfti, illu af fullri hörku og skoðaði raunverulegar færzlur í bankakerfinu til að fá rétta mynd af raunveruleikanum. Í stað þess að bara samþykkja fallegar sviðsmyndir teiknaðra Excelskjala, sem byggðu ekki á staðreyndum, heldur voru líkari "Painting Figures out of the Air"
Jóhanna sem ráðherra stjórnaði Íbúðalánasjóði og hafði öll völd til að taka niður vitleysuna sem var í gangi þar!
Kolbeinn Pálsson, 11.5.2013 kl. 22:00
Ómar, "En meira 64% lýstu því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslu að þeir vildu að frumvarp stjórnlagaráðs yrði lagt til grundvallar nýrri stjórnarskrá og enn meiri stuðningur var við auðlindaákvæðið, persónukjör og jafnt vægi atkvæða." Þú meinar 64% þeirra 50% rúmlega sem mættu, alltaf hægt að treysta þér ómar til að segja aðeins hálfan sannleikan.
Brynjar Þór Guðmundsson, 12.5.2013 kl. 08:51
Það er nú bara þannig að það tellst ágætis uppeldisaðferð að láta unglinginn þrífa upp óreiðuna eftir sig og þvo af sér leppana. Best hefði verið að leyfa hinum sönnu hrunverjum að taka til eftir sig frekar en að standa í dyragættinni og rífa kjaft. En nú get ég sagði sá heimski og er ekki best að leyfa mönnum að sanna sig fyrst þeir eru tibúnir í slaginn.
Níels Steinar Jónsson, 12.5.2013 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.