Evran virkar ekki og Þorsteinn P. skilur ekki

Evran var frá upphafi pólitískt verkfæri til að auka samrunaþróun Evrópusambandsins. Hagfræði evrunnar var aukaatriði. Eftir rúmlega tíu ár er augljóst að evran virkar hvorki sem samrunahvati né eykur gjaldmiðillinn hagsæld.

Kýpur, Írland, Grikkland og Portúgal eru í efnahagslegum helgreipum evrunnar. Spánn er gjaldþrota. Vegna evrunnar er Bretland að segja skilið við Evrópusambandið. Hvorki Danmörku né Svíþjóð munu ganga til liðs við evru-samstarfið í fyrirsjáanlegri framtíð.

Hér heima telja ESB-sinnar að evran sé meginkostur þess að ganga í Evrópusambandið. Þorsteinn Pálsson, einn helsti talsmaður ESB-sinna, skrifar í Fréttablaðið Íslendingar ættu að

stíga nýtt skref í samvinnu við þær þjóðir sem við höfum átt samleið með til þessa. Þar skiptir gjaldgeng mynt mestu máli. Hún yrði afgerandi kerfisbreyting sem kallaði á mikinn aga í hagstjórn.

Evran tryggir ekki aga í hagstjórn, og getur ekki gert það, enda er hún kolvitlaust skráð fyrir önnur ríki en Þýskaland. Þetta er meginreynsla af evrunni þann rúma áratug sem gjaldmiðillinn hefur verið við lýði. 

Á þensluárum Írlands og Suður-Evrópu var vöxtum á evru-svæðinu haldið niðri vegna þess að Þýskaland var að sameinast og var háð ódýru lánsfé til að keyra upp framleiðsluiðnaðinn í fyrrum Austur-Þýskalandi.

Evran myndaði bóluhagkerfi á jaðarsvæðum myntbandalagsins. Þegar bólan sprakk voru engin tök fyrir þessi samfélög að bregðast við með gengisfellingu. Allur sársaukinn er tekinn út með stórfelldum niðurskurði ríkisfjármála og atvinnuleysi mælt í tugum prósenta.

Evran sýnir og sannar að ein mynt fyrir ólík efnahagskerfi virkar ekki. Eða síðan hvenær líktist íslenskt atvinnulíf því þýska? 

 

 


mbl.is Höftin áfram við lýði á Kýpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband