Heimsveldaárátta ESB

Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins er ígildi stjórnarskrár. Sáttmálanum verður ekki breytt nema öll 27 ríki sambandsins samþykki. Full yfirráð framkvæmdastjórnar ESB yfir fiskveiðiauðlindum aðildarríkja eru tryggð í Lissabon-sáttmálanum.

Engar líkur eru á því að Evrópusambandið breyti Lissabon-sáttmálanum vegna ESB-umsóknar Íslands. Af þeirri ástæðu einni átti aldrei að sækja um aðild.

Evrópusambandið er með öll einkenni heimsveldis þegar kemur að valdheimildum. Þegar Brussel hefur einu sinni komist yfir valdheimild bíta engin rök á embættismannaveldið sem telur sig vita best í öllum málum, stærri og smærri. 

Um tíma ætluðu Bretar að freista þess að semja um að fá tilbaka valdheimildir frá Evrópusambandinu. Æ færri telja þá leið færa, eins og Evrópuvaktin vekur athygli á. Jafnvel ESB-sinnar í Bretlandi tala um ,,bírókkratískan óskapnað" í Brussel.

 


mbl.is Tvö opnunarskilyrði í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Þessi grein er svo vel skrifuð og skýr að megintexti hennar á hiklaust heima í heilsíðuauglýsingu. Takk Páll, fyrir að halda uppi vörnum fyrir Ísland.

Sólbjörg, 7.5.2013 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband