Sunnudagur, 5. maí 2013
ESB-málið í stjórnarsáttmálanum
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur buðu fram undir þeim formerkjum að Ísland væri betur borgið utan ESB.
Í samþykkt Framsóknarflokksins segir:
Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðild arviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði eftirfarandi samþykkt á síðasta landsfundi:
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru andvígir aðild Íslands að ESB. Ef ríkisstjórn þessara flokka stæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um að endurvekja ESB-ferlið og þjóðin samþykkti þá yrðu flokkarnir að segja af sér og ný ESB-sinnuð stjórn að leiða fram vilja þjóðarinnar.
Ef það á yfir höfuð að vera vísun í þjóðaratkvæðagreiðslu í stjónarsáttmála mætt ganga frá málinu á þessum nótum:
,Aðildarferli Íslands inn í Evrópusambandið, sem hófst 16. júlí 2009, skal hætt. Samhljóða afstaða ríkisstjórnar og þjóðaratkvæðagreiðsla eru forsendur þess að Ísland óski á ný eftir aðild að Evrópusambandinu."
Þetta orðalag festir neitunarvald hvors flokks um sig í sessi og er jafnframt með kvöð um þjóðaratkvæðagreiðslu til að tryggja að þjóðin sé á bakvið mögulega nýja aðildarumsókn.
Fóru saman út úr bænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.