Ábyrgð Össurar á hruni Samfylkingar

Össur Skarphéðinsson skipulagði stofnun Bjartrar framtíðar þegar los komst á Guðmund Steingrímsson í þingflokki Framsóknarflokksins. Hugmynd Össurar var nýta sér kjörþokka Besta flokksins og fanga upp atkvæði sem kynnu að falla frá Samfylkingu.

Pólitísk verkfræði Össurar snerist í höndunum á honum. Stofnun Bjartar framtíðar undir handarjaðri forystu Samfylkingar dró úr trúverðugleika móðurflokksins. Samfylking fékk á sig þann blæ að vera ekki stjórnmálaflokkur í þágu almannahags heldur verkfæri óprúttinna valdapólitíkusa. Samfylkingin mátti illa við því að tapa meira af trúverðugleika sínum.

Plott Össurar með Bjartri framtíð var ekki hugsað til enda. Ekki frekar en ýmsar aðrar tilraunir hans á vettvangi stjórnmálanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Reyndar átti BF ekki aðeins að taka það sem félli af Samfylkingunn, heldur var stóra plottið að láta BF taka gríðarlegt fylgi frá Framsókn og Sjálfsfsstæðisflokknum þar sem að lendum ESB sinna hafði verið spillt í báðum þessum flokkum. 

Það stóra plott misheppnaðist algerlega.

Gunnlaugur I., 4.5.2013 kl. 14:53

2 Smámynd: Guðmundur Brynjólfsson

Það er reyndar kostulegt að fylgjast með gasprinu í Össuri þessa dagana. Hann þekkir greinilega ekki sinn vitjunartíma. Hróp hans um næstu leiki í stjórnarmyndunarviðræðum eru svo taktlaus að engu tali tekur - það er eins og maðurinn hafi ekki áttað sig á því að hann er rúin trausti.

Guðmundur Brynjólfsson, 4.5.2013 kl. 18:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegt, að frekjuköst Ólínu beinast að nýjum formanni, Árna Páli, þegar ljóst virðist, að ábyrgðin á 56,7% fylgishruni Samfylkingar virðist að stórum hluta hvíla á Össuri Skarphéðinssyni og lymskuplotti af hans hálfu, eins vel og það reyndist þeim nú eða hitt þó heldur!

Reyndar hygg ég, að Evrópusambandið haldi hér uppi fullum njósnum um viðhof manna og möguleika hverju sinni í stöðunni og leggi línur sínum nýtilegustu dindlum út frá því -- og að tilgangurinn hafi hér einn verið að hugsa um vígstöðu ESB-manna, því að í augum Brusselvaldsins þarf heill flokkur eins og Samfylking ekki að vera því meira ómissandi en einnota tuska.

Jón Valur Jensson, 5.5.2013 kl. 10:47

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hefur þú áreiðanlegar heimildir um þetta Páll?

Guðni Karl Harðarson, 7.5.2013 kl. 17:56

5 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Svakalega geta menn verið bilaðir! Össur??? Hahaha!

Davíð Þ. Löve, 7.5.2013 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband