Styrkur Íslands, veikleiki Samfylkingar

Íslandsmet Samfylkingar í kosningatapi verður skiljanlegra þegar það er borið saman við tap Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Í kosningunum 2007 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 36,6% en tveim árum síðar refsuðu kjósendur flokknum fyrir hrunið og hann fékk 23,7%.

Tap Sjálfstæðisflokksins, 13 prósentustig, þótti verulegur skellur, að ekki sé sagt niðurlægjandi. En á tapinu var skýring. Flokkurinn sat við stjórnvölinn alla útrásina og bar pólitíska ábyrgð á hruninu.

Lítum nú á Samfylkinguna. Flokkurinn fékk 29,8% atkvæðanna í kosningunum 2009. Fjórum árum síðar hrynur fylgið í 12,9%. Munurinn er 17 prósentustig. Þessi niðurstaða verður enn meira æpandi þegar haft er í huga að Ísland kom mun betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona og margfalt betur en þjóðir í kringum okkur sem urðu fyrir bankahruni á sama tíma,- Írland sérstaklega.

Þjóðin vann sig hratt og vel úr kreppunni á vakt Samfylkingar. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti ríkisstjórnarflokkur að njóta þess árangurs. Hvers vegna sneru kjósendur baki við Samfylkingunni í þeim mæli sem raun er á?

Jú, svarið er að þjóðin komst úr kreppunni þökk sé fullveldinu, sem reyndist vel í Icesave-deilunni, og krónunni sem gerði efnahagskerfið samkeppnishæft á augabragði. Samfylkingin vill hvorttveggja feigt, fullveldið og krónuna.

Allt kjörtímabilið hamaðist Samfylkingin á þeim skilaboðum að krónan væri ónýt og framtíð Íslands væri í Evrópusambandinu. Þjóðin, á hinn bóginn, sá landið rísa úr hruni og þakkaði það krónu og fullveldi.

Þjóðin komst að þeirri niðurstöðu 27. apríl 2ö13 að Samfylkingin væri ónýtur kverúlantaflokkur. Jafnaðarmannaflokkurinn var gerður að hornkerlingu íslenskra stjórnmála með 12,9 prósent fylgi og óvissa framtíð.


mbl.is Ólga eftir Íslandsmet í tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"þjóðin komst úr kreppunni þökk sé fullveldinu, " LOL

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 12:04

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

en hvað krónufallið var æðislegt

gengisfallið, verðtryggingin og verðbólgan. lægri kaupmáttur

got to love it

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 12:05

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Evrópumet.

Guðmundur Böðvarsson, 4.5.2013 kl. 13:04

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eru greinilega ekki allir tilbúnir að horfast í augu við 17% fylgistapið. Engu að síður er það staðreynd og Íslandsmet í þokkabót.

Ragnhildur Kolka, 4.5.2013 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband