Föstudagur, 3. maí 2013
Verslunin stelur frá neytendum
Verslunin er snögg upp á lagið að hækka vöruverð innfluttra vara þegar gengið lækkar. Við styrkingu krónunnar ætti verðlagið að lækka en þá bregður svo við að verslunin þykist ekki geta lækkað vöruverðið á innfluttum varningi.
Framferði verslunarinnar er ekkert annað en þjófnaður. Erfitt er fyrir neytendur að verjast þjófnaði af þessu tagi en það hlýtur að vera verkefni hins opinbera og samtaka eins og ASÍ að vekja athygli á málinu.
Samtök verslunarinnar vilja aukinn innflutning á kostnað vöru sem framleidd er innanlands, t.d. kjötvöru. Reynslan af skipulögðum þjófnaði verslunarinnar á gengismun er ekki meðmæli með því að verslunin fái ívilnanir frá hinu opinbera.
Skilar sér ekki í buddu neytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið get ég verið þér sammála Páll.
Sandy, 3.5.2013 kl. 15:08
Hjartanlega sammála þér Páll.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.5.2013 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.