Valdahönnun gegn þjóðarvilja

Verkefni stjórnmálamanna eftir þingkosningar er að búa til starfhæfan meirihluta sem ber ábyrgð á ríkisstjórn. Í lýðræðisþjóðfélagi þarf ríkisstjórn hvers tíma að endurspegla vilja þjóðarinnar.  Í Kosningunum um um helgina birtist þjóðarviljinn óvenju skýrt.

Ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og VG. misstu meira en helming af fylgi sínu frá kosningunum 2009, fóru úr rúmlega 51 prósent fylgi niður í 23,8 prósent. 

Sigurvegarar kosninganna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, eru með rúm 51 prósent atkvæðanna og sterkan meirihluta á þingi.

Það er hægt að túlka niðurstöður þingkosninganna á ýmsa vegu. Ein túlkun er þó algerlega óhugsandi, nema hjá þeim án dómgreindar og heilbrigðrar skynsemi, og hún er að sterk eftirspurn sé eftir stjórnarflokkunum fráfarandi.

Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og VG yrði valdahönnun gegn þjóðarvilja. Aðeins þeir sem virða lýðræðislegar kosningar að engu láta sér til hugar koma slíka samsetningu. Og auðvitað er Björn Valur Gíslason varaformaður VG slíkt eintak. Nema hvað.


mbl.is Björn Valur biðlar til Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband