Pólitísk sápuópera: Díana prinessa endurfædd

Niðurstöður kosninga eru harðar tölur og gefa ekki nema takmarkað svigrúm fyrir túlkun. Tveir flokkar eru sigurvegarar kosninganna, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Tveir flokkar biðu ósigur, Samfylking og VG.

Til að lýðræðið búi áfram að einhverri merkingu eiga Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur að mynda ríkisstjórn. Nema, auðvitað, óbrúanlegt bil sé á milli þessara flokka. Og þá eiga forystumenn þeirra að útskýra hvaða málefni það eru sem koma í veg fyrir samstarf.

Það getur verið sniðugt að búa til sjónarspil fyrir fjölmiðla. En þegar stjórnmálaforingjar eru komnir í þá stöðu að flýja fjölmiðla bakdyramegin er sápan orðin hallærisleg. Eða stendur d-ið í millinafni formanns Framsóknarflokksins fyrir Díönu prinsessu?


mbl.is Sigmundur Davíð læddist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Framsókn finnur til sín, en þeir mega ekki gleyma að við erum búin að hafa leikaraskap í alla mata í fjögur ár. Meira af slíku er varla boðlegt.

Ragnhildur Kolka, 1.5.2013 kl. 14:03

2 Smámynd: rhansen

Nú er eg þer ekki sammála ágæti Páll  .og Sigmundur er ekki maður fjölmiðla og það ætti engum að leynast oghann  hefur leyfi til þess ...Svo er eg bara ekki sammála heldur að Framsókn eigiað undirgangast veldi Sjálfstæðism . og vera það verktaki ..nei má eg þá heldur biðja um minni hlutastjórn sem gæti bæði verið góð og kærkomin tilbreyting fra gömlu lummunni ....og væri kanski viðlit að kæmi þá fram sinum markmiðum án þess að aðrir væru að þvælast þar fyrir ..

rhansen, 1.5.2013 kl. 18:00

3 identicon

Díana prinsessa????  Hvaða déskotans rugl er þetta?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 20:37

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Veit ekki, H. T. minn. Skil þennan pistil ekki.

Sé að téður Páll er ósáttur við að hækjan gamla nenni ekki að leika hækju á ný, en hvar Díana kemur inn í þetta er mér hulið.

Villi Asgeirsson, 1.5.2013 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband