Gestur almannatengill og Gestur lögmaður

Gestur Jónsson boðaði til blaðamannafundar til að auglýsa að hann segði sig frá málsvörn Kaupþingsmanna í Al Thani málinu. Gestur undirbýr sama leikinn í öðru máli Kaupþingsmanna.

Saksóknari fer fram á að Gestur yrði ekki skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar fyrrum stjórnarformanns Kaupþings. Mótmæli Gests eru athyglisverð, hann segir

Hér væri saksóknari að ráðast á einstaklinga í stað þess að láta efnisatriði ráða. Gestur sakaði Björn um að reyna að skora prik hjá almenningi.

Gestur var vitanlega ekki að reyna að skora prik hjá almenningi þegar hann hagaði sér eins og réttur og sléttur almannatengill og boðaði blaðamannafund til að útskýra brelluna í Al Thani málinu.


mbl.is Vill ekki að Gestur verji Sigurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Ég þekki Gest persónulega og það þarf mikið að gerast til þess að hann segi sig frá máli. Hann er stálheiðarlegur og ábyggilegur maður. Enda veit ég ekki til þess að hann nokkru sinni þurft að bregðast svona við fyrr en nú.

Enda hefur saksóknari margbrotið allar reglur um málsmeðferð. Saksóknari hefur ítrekað gert í því að niðurlægja sakborninga - að því er virðist til þess að skora prik hjá almenningi. Því miður óttast ég að þessi saksóknari ráði ekki við þessi mál. Mér finnst hann persónugera hlutina í of ríkum mæli, þá er hætt við að fagmennskuna skorti.

Ég tek það fram að ég er afar óhress með vinnubrögð Sigurðar og Hreiðars við stjórn bankans og bónusgreiðslur sjálfum sér til handa, en samt eiga þeir rétt á málsvörn.

Jörundur Þórðarson, 24.4.2013 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband