Of stór Sjálfstæðisflokkur eykur líkur á miðvinstristjórn

Tveir ríkisstjórnarkostir eru í kortunum. Í fyrsta lagi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og í öðru lagi samstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og VG.

Ef Framsóknarflokkurinn heldur fylgi sínu og verði stærsti flokkurinn á alþingi er einboðið að fyrri kosturinn verður tekin þar sem Sigmundur Davíð yrði forsætisráðherra. Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður stærri en Framsóknarflokkurinn aukast líkurnar á því að miðvinstristjórn verði mynduð undir forsæti Framsóknarflokksins.

Á síðustu metrum kosningabaráttunnar ættu vinstrimenn að leggja höfuðkapp á að efla Sjálfstæðisflokkinn - til að auka líkurnar á stjórnarsetu VG og Samfylkingar.

Að sama skapi ættu hægrimenn að efla Framsóknarflokkinn til að fá miðhægristjórn.


mbl.is Sigmundur: Vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Það er einmitt þetta dæmi sem fær mig til að ætla að kjósa Framsókn til að tryggja samstarf þeirra með Sjálfstæðisflokknum. Tel alveg möglegt að XD séu svo lafhræddir við vægðarlausar árásir VG og Samfó að þeir þori ekki annað en að fara í hræðslu stjórnarbandalag til vinstri sem væri illt.

Sólbjörg, 22.4.2013 kl. 18:21

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég veðja frekar á að þetta endi sem Framsókn+Sjálfstæðisflokkur. Kannanirnar geta ekki verið það langt frá.

En sama hvernig það endar, verður vinstri stjórn. 1: allir flokkarnir eru vinstra megin við de facto miðju, og 2: það er innbygt í kerfið. Við gætum kosið Likud & Republikana, en samt endað með vinstri stjórn einfaldlega vegna þess að kerfið er sett þannig upp:

Stór ríkisstjórn.

Það tæki meira en 10 ár að færa það yfir miðju, og það yrði einungis gert með grát og gnístran tanna.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.4.2013 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband