Samfylkingin virkar bara í útlöndum

Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingar er í Washington viku fyrir kosningar; fyrir nokkrum dögum var Árni Páll formaður í Kaupmannahöfn og yfirformaðurinn, Össur Skarphéðinsson, var í Kína á sama tíma.

Forysta Samfylkingarinnar er sannfærð um að upphefðin komi að utan. Jafnvel málpípur flokksins í blogginu telja flokknum það helst til tekna að njóta stuðnings erlendra blaðamanna.

Kannski er þetta einmitt vandamál Samfylkingar: flokkurinn virkar bara í útlöndum.


mbl.is Árangur Íslands ræddur á vorfundi AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samfylkingin er svo sannarlega útrásarflokkur.

Meira að segja Evrópustefnan er útrásarkennd.

Byggir á því að Ísland "hefi svo margt fram að færa" sem "aðrir þurfi að tileinka sér" og þess vegna verði áhrif Íslands í því samhengi langt umfram samræmi við alla stærðar og efnahagsmælikvarða. "Stórasta litla land í heimi!"

Síðast þegar útrásarsinnaðir þjóðernisjafnaðarmenn náðu undirtökum í álfunni urðu afleiðingarnar mjög slæmar, ekki bara fyrir Þýzkaland heldur heimsbyggðina alla.

Þeim fannst þeir líka vera "stórastir í heiminum" og höfðu þó á þeim tíma nokkuð meira til síns máls, heldur en krækibersflokkur á fallandi fæti frá hjara norðurheimskautsins gerir nú.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2013 kl. 17:48

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Hverjir borga þessa útrás þeirra? Ætli það séu skattgreiðendur?

Ómar Gíslason, 20.4.2013 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband