Föstudagur, 19. apríl 2013
Enn ein rök ESB-sinna fallin
ESB-sinnar á Íslandi reyna að selja aðild að Evrópusambandinu með þeim rökum að það sé hagkvæmt og nefna sérstaklega matvöruverð. Ný könnun sýnir að Íslendingar eyða lægra hlutfalli útgjalda til matvörukaupa en ESB-ríkin að meðaltali. Hér er hlekkur á samanburðinn
Hlutfall útgjalda til matvörukaupa samkvæmt nýjustu tölum Eurostat á árinu 2013 sýna að Íslendingar verja 13% heildarútgjalda sinna til kaupa á mat- og drykkjarvörum en meðaltal ESB-ríkja er 14%. Tölur Eurostat sýna hlutfall matvælakostnaðar í neyslu íbúa í 32 löndum í Evrópu. Evrusvæðið í heild er með hærra hlutfall en Ísland sem er í 24. sæti á listanum, í flokki með Kýpur og Hollandi. Þessar tölur stangast mjög á fullyrðingar Samtaka verslunar og þjónustu í fjölmiðlum að undanförnu um hlutfallslega hátt matvælaverð á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd.
Matvöruverð á Íslandi er hlutfallslegra lægra á Íslandi en í ESB; gjaldmiðillinn okkar skapar atvinnu en evran veldur atvinnuleysi; við erum þegar með stærstu undanþáguna frá ESB, sem er að standa utan Evrópusambandsins.
Rökrétt niðurstaða: strax eftir kosningar verður ESB-umsóknin afturkölluð.
Athugasemdir
þetta er athygglisvert. ég vona að samtök verslunar og þjónustu skoði þessa könnun bændasamtakanna og birti niðurstöðu. sjálfur er ég efins
Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 15:27
Sé nú ekki tengslin milli íslenskra bændasamtaka og Eurostat (hjá EC í Luxembourg).
En þetta eru athyglisverðar samanburðartölur, ekki síst vegna líkinda með íslenskum neytendum og hollenskum. Hollenskir eru almennt hófsamir - ætli íslenskir séu það líka, þrátt fyrir allt?
Kolbrún Hilmars, 19.4.2013 kl. 15:54
væntanlega er þetta allt rétt og satt en það er samt vísað í þessa síðu
http://bondi.is/pages/23/newsid/2168
Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 16:43
Rafn, það segir okkur etv eitthvað að BÍ var á undan SVÞ með fréttina?
Kolbrún Hilmars, 19.4.2013 kl. 16:53
segir mér ekki neitt - en ég vona að svþ skoði þetta líka
Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 16:57
...og síðuhafi linkar á bondi.is...þetta eru svona svipuð vinnubrögð og Joseph Goebbels gerði á sínum tíma nema þá var ekkert internet.
Friðrik Friðriksson, 19.4.2013 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.