Tíu ára evru-kreppa ríður ESB að fullu

Evrópusambandið mun ekki lifa af tíu ára krísu samdráttar og atvinnuleysis. Þrátt fyrir að Þýskaland hafi hingað sloppið við samdrátt og kreppu, og jafnvel grætt á kreppu jaðarríkja, þá er nýbúið að stofna stjórnmálaflokk þar í landi sem vill afleggja evruna.

Æ fleiri sannfærast um að evran stenst ekki neina viðurkennda hagfræði. Annað tveggja hlýtur að gerast að evran verði aflögð í núverandi mynd eða evruríkin 17 (af 27 ríkjum ESB) myndi nýtt ríki, Stór-Evrópu, sem bakhjarl evrunnar.

Hvor niðurstaðan sem verður ofaná, upplausn evru-svæðisins eða Stór-Evrópa, þá á Ísland ekkert erindi í efnahagspólitíska deiglu meginlandsríkjanna.


mbl.is Evrukrísan í gangi næsta áratuginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband