Föstudagur, 19. apríl 2013
Kína-ESB geðklofi Samfylkingar
Samfylkingarmenn rífast um utanríkisstefnu flokksins þar sem varaþingmaður flokksins segir utanríkisráðherra ,,viti sínu fjær." Tilefni skeytasendinganna er fríverslunarsamningur við Kína.
Samfylkingin teflir Kínasamningnum fram sem trompi í kosningabaráttunni. Að öðru leyti er aðild að Evrópusambandinu aðalmál Samfylkingar.
Mótsögnin er þessi: fríverslunarsamningurinn við Kína heldur aðeins gildi sínu ef við förum ekki í Evrópusambandið.
Evrópusambandið sér um fríverslunarsamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna og því yrði að segja upp nýgerðum samningi Össurar við Kína ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu.
Við getum ekki látið geðklofa flokk eins og Samfylkinguna stjórna Íslandi.
Þetta heitir nú bara lygi í minni sveit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.