Enginn ESB-samningur án aðlögunar

ESB-sinnar eru hættir að berjast fyrir inngöngu í Evrópusambandi, þeir vilja bara ,,klára samninginn" til að sjá hvað er í boði. Fjölmiðlar hallir undir ESB-sinna, eins og Fréttablaðið/Stöð 2, taka þátt í leiknum og spyrja þjóðina hvort hún vilji fá samning.

Vandamálið er þetta: það er ekki hægt að fá aðildarsamning við ESB án þess að ganga jafnhliða inn í sambandið. ESB útskyrir þetta skýrt og skorinort.

Í útgáfu ESB frá 2011 segir  á bls. 9

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Það er einfaldlega ekki boðið upp á viðræður, aðeins aðlögun inn í Evrópusambandið. Og aðlögun felur í sér að við tökum jafnt og þétt upp lög og reglugerðir ESB, alls 100 þús. blaðsíður, á meðan samningaviðræður standa yfir.

ESB-sinnar vilja í raun að Ísland gangi fyrst inn í Evrópusambandið og að þjóðin standi frammi fyrir orðnum hlut þegar hún greiðir þjóðaratkvæði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Núna lýst síðuhafa ekki orðið á blikuna og er orðinn örvæntingarfullur.

Friðrik Friðriksson, 18.4.2013 kl. 22:43

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Friðrik Friðriksson - Auðvitað er örvæntingin öll ykkar ESB sinna megin - Því að þið munuð að lokum skíttapa málinu þó svo að ykkur takist að þæfa endalokinn enn á langinn

En það er hinns vegar full ástæða fyrir síðuhöfund og aðra sanna fullveldissinna að gæta að sér.

Vegna þess að það er við fjandann sjálfan að eiga.

Meira og minna allt fjölmiðlaveldið er gríðarlega ESB sinnað og þeir stjórna umræðunni sér í hag í öllum málum.

Gunnlaugur I., 18.4.2013 kl. 23:30

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei Gunnlaugur - er ekki komið í ljós núna hver fjandinn er

Rafn Guðmundsson, 18.4.2013 kl. 23:34

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt áróðursnetið nær yfir aðalfyrirtæki í okkar eigu RUV. St 2 Jóns Ásgeirs og svo Esbéið sem vill komast hér inn. Er nokkuð skrítið að vera hræddur um það sem eftir er af eigum okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2013 kl. 04:09

5 Smámynd: Sandy

Allt þetta ferli í kring um ESB er að mínu mati óheiðarlegt, þetta fólk veit vel að það er ekkert að semja um, ESB er með sínar reglur og við verðum bara að fara eftir þeim. Það er líka stórfurðulegt að Íslendingar eru alltaf tilbúnir að skrifa undir alþjóðasamninga en sækja svo um svo,svo miklar undanþágur af því að það hentar ekki stjórnmálastéttinni að fara eftir þeim reglum sem skrifa á undir en vilja fá að njóta góðs af þeim samningum sem gerðir eru DÆMI verðtryggingin,hún er ekki inni í samningum EES,hvers vegna hjá okkur?

Sandy, 19.4.2013 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband