Framsókn er stærsti pólitíski samnefnarinn

Þjóðin leitar að pólitískum samnefnara í sérhverjum kosningum. Í forsetakosningunum fyrir ári var Ólafur Ragnar Grímsson samnefnarinn. Í þingkosningunum 27. apríl verður það Framsóknarflokkurinn. Í kosningunum fyrir fjórum árum deildu vinstriflokkarnir með sér hlutverkinu.

Framsóknarflokkurinn á það inni að verða stærsti pólitíski samnefnarinn. Flokkurinn var fyrstu til að endurnýja þingflokkinn eftir hrun, er með rétta stefnu í stærstu málum kjörtímabilsins; Icesave og ESB-umsókn.

Framsóknarflokkurinn er vel að því kominn að verða stærsti stjórnmálaflokkur landsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Aríel er besta þvottarefnið, lágfreyðandi og fituleysandi...

hilmar jónsson, 17.4.2013 kl. 11:26

2 identicon

Sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !

Páll !

Hvers vegna; ætti íslenzkur almenningur, að verðlauna þennan stórtæka glæpaflokk, umfram hina 3 (D - S og V listanna), síðuhafi góður ?

Þér er er lítil sæmd að, að upphefja þetta glæpahyski, sem öllu kom hér til Heljar, um áratugi - og jafnvel aldir, Páll minn.

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband