ESB vekur ýmist grátur eða hlátur - ekki ábyrgð

Íbúar ríkja Evrópusambandsins sýna kosningum til þings sambandsins lítinn áhuga, meðaltalskjörsókn er um 40 prósent. Lengi var Evrópuþingið valdalaus puntstofnun og haft í flimtingum.

Þrátt fyrir aukna ábyrgð er Evrópuþingið veikt gagnvart framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu. Til dæmis geta þingmenn ekki lagt fram frumvörp að lögum eins og tíðkast á þjóðþingum. Framkvæmdastjórnin ein býr að þeim rétti.

Íbúar ESB-ríkjanna telja sig ekki eiga aðgang að valdamiðstöðunni í Brussel og sitja því flestir heima þegar gengið er til kosninga til Evrópuþingsins. ESB-valdið hagar sér líka eins og það þurfi ekki að standa skil á ábyrgð gagnvart kjósendum.

 


mbl.is Kjörsóknin einungis 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvort sem þetta er innsláttarvilla eða yfirsjón, finnst mér skemmtilegra að hafa orðið grát í réttu falli. Þetta getur komið fyrir alla og þú mátt stroka þessa athugasemd mína út mín vegna, skýt þessu bara að þér í góðri meiningu.

Ómar Ragnarsson, 16.4.2013 kl. 23:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En til gamans,höfum grátinn sem frumlag í setningunni. Grátur eða hlátur vekur ýmist Esb eða svæfir til ábyrgðarleysis. Það hljómar frá kúguðum ríkjum sem álpast hafa í þennan auðrónaklúbb.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2013 kl. 01:55

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir ábendinguna um ranga fallið. Maður er alltaf að læra.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2013 kl. 07:05

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nafnorðin grátur og hlátur fallbeygjast ekki eins (sbr. þolfallið).  Sagnorðið "vekja" stýrir þolfalli. Rétt er að skrifa: ESB vekur ýmist grát eða hlátur.

Kolbrún Hilmars, 17.4.2013 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband