Þriðjudagur, 16. apríl 2013
Samfylkingin og virðingin fyrir lýðræðinu
Haustið 2002 var efndi Samfylkingin til innanflokkskosninga um þessa spurningu: Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?"
Þessi undarlega orðaða spurning var lögð fyrir flokksmenn í póstkosningum haustið 2002. Um þriðjungur flokksmanna hafði fyrir því að svara og meirihluti þeirra sagði já.
Í spurningunni kemur skýrt fram að ,,Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín" áður en haldið er af stað í viðræður. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og ríkisstjórn Samfylkingar hafa ekki enn skilgreint samningsmarkmiðin - en samt er Ísland búið að vera í viðræðum um ESB-aðild í bráðum fjögur ár.
Samfylkingarfólk skammast sín fyrir flokkinn vegna þess að forystan gerir sér dælt við alræðisstjórnina í Kína. ESB-ferlið sýnir að virðing forystunnar fyrir leikreglum lýðræðisins er nákvæmlega engin.
ESB viðræður hafa kostað 300 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin talaði á þessum tíma fjálglega um "íbúalýðræði", eitthvað sem átti að vera svo flott og lýðræðislegt. Þetta lýðræði þeirra er þeim sjálfum löngu gleymt, enda hefur það aldrei virkað. Reyndar prófaði Samfylkingarmeirihlutinn í Hafnarfirði þetta fyrir nokkrum árum, en ekki vildi betur til en svo að því hefur verið kastað fyrir róða enda var það eitt stórt klúður hjá þeim.
Samfylkingin og lýðræði hafa aldrei farið vel saman.
Tómas Ibsen Halldórsson, 16.4.2013 kl. 16:51
Miðað við skoðanakannanir þá eru 80 - 90 % þjóðarinnar " ALFARIÐ Á MÓTI" því Ísland gangi í ESB.
Hvernig leyfist einhverjum ráðamönnum að ganga þvert gegn vilja þjóðarinnar og sóa dýrmætum skattapeningur landsmanna í "fyrirhugaða" inngöngu í þetta ESB - (Evrópska Sovét Bandalag), - þegar þjóðin vill þetta alls ekki, ... ég bara spyr ?
Og hvað er þetta "IPA" ? Að mínu mati þá hefir þetta hvergi verið nægilega vel útskýrt í fréttum, né heldur hvað þetta "IPA" er að gera á Íslandi, en sem mér virðist jafnframt vera að útdeila einhverjum peningum til Íslendinga. Þá sýnist manni óneitanlega að þetta sé eitthvað sem líkist mútufé.
Tryggvi Helgason, 16.4.2013 kl. 21:02
Ég sá í frétt um Króatíu, sem er víst orðin fullgild aðidar þjóð í ESB.,að hún sótti um 2009 eftir að þjóðin samþykkti það. Þar hefur þá verið staðið rétt að málum,en ekki hér hjá ofbeldisfullum Krötum. Vona að ég muni þá frétt rétt.
Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2013 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.