Föstudagur, 12. apríl 2013
Hanna Birna heldur á stóru bombunni
Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins á um tvo kosti að velja. Í fyrsta lagi að stíga fram og lýsa yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson formann á afgerandi hátt. Þar með yrði formennskan áfram í höndum núverandi formanns.
Í öðru lagi að þegja fram að hádegi á morgun og þá verður hún formaður Sjálfstæðisflokksins.
Klukkutímar geta skipt sköpum í pólitík.
Hefur aðeins þessa 1-2 daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fór í heita pottinn í morgun og í heildina voru þar 12 manns. Sjáflstæðisflokkurinn hefur átt erfitt í þessum umræðum. Svo og Bjarni. Menn daðra við Framsókn.
Nú var hiti í mönnum. Menn báru saman heilindi í íþróttum við framgönguna síðustu daganna. Hanna Birna hefur aldrei verið í íþróttum og skilur því ekki andann.
Þið gangið nú í takt Reynir Traustason, Ólafur Arnarsson, Páll Vilhjálmsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Baugsstrákarnir. Fáið sjálfsagt greitt úr sömu buddunni, með peningunum sem láðist að skila lífeyrissjóðunum og almenningi eftir hrun. Sveiattann.
Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2013 kl. 14:01
Grunar að annað hvort biður Hanna Birna Sjálfstæðismenn afsökunar, fyrir sína hönd og stuðningsmanna sinna eða bomban springur í höndunum á henni.
Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2013 kl. 14:03
Sæll Páll jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !
Sigurður Þorsteinsson !
Í upphafi; skyldi endi skoða, ágæti drengur.
Óbermið og viðurstyggðin; Davíð Oddsson, er upphafs höfundur helztu vandkvæða Íslands sögu, hins seinasta hluta 20. aldar - sem og þess fyrsta, hinnar 21., að minnsta kosti.
Viðlíka ódráttur; og Hermann Jónasson reyndist vera, gagnvart Jónasi frá Hriflu Jónssyni, og þeirra flokki, á fyrri hluta 20. aldar, eins og við munum, Sigurður minn.
Gjörsamlega tilgangslaust; sem tilefnislaust af þinni hálfu einnig, að spyrða þá : Reyni / Ólaf Arnarsson og Pál, við illgresið og óhræsið Jón Ásgeir Jóhannesson, jafnframt, þann Jón - sem og aðra hans líka, komu þeir Davíð og frjálshyggju ræksnin á flot á sínum tíma, með EES brambolti Davíðs og Jóns Baldvins Hannibalssonar forðum, Sigurður Þorsteinsson.
Sjáum hvarvetna; afleiðingar ''fjórfrelsisins'' Sigurður minn.
Þannig að; þú skyldir rifa betur þín segl - og rifja betur upp óforsvaranlega tignun og dekur þíns flokks, á Sunn- Mýlzka viðrininu Davíð Odssyni, á sínum tíma Sigurður - allt; frá árinu 1982 að minnsta kosti, þegar þetta óhæfa gerpi settist á Borgmeistara (Borgarstjórastól) þar syðra, og leit á sig, sem einskonar Sólarkonung - sem Loðvík XIV. iðkaði á sinni tíð, suður í Frakklandi, sigurður minn.
En; hafði ekki gáfur til, né einurð - til þess að spila úr öllum þeim meðbyr, sem honum hlotnaðizt, að óverðskuslduðu reyndar, á sínum tíma.
Meðal annarrs; þess vegna, er hörmuleg staða Íslands í dag, á þá vegu, sem bitur raunveruleikinn sýnir okkur, þessi misserin.
Með; beztu kveðjum úr Árnesþingi - fremur aumkunar þó, til Sigurðar Þorsteinssonar, sem annarra þeirra, sem við ákveðna afneitun búa, til hins Gráa raunveruleika, aldeilis /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 14:20
Fram að Icesave III var ég gallharður Sjálfstæðismaður, en þegar þingflokkurinn, með nokkrum undantekningum þó, lagðist á sveif með ríkisstjórninni og ætlaði að leggja á skattgreiðendur óbærilegar birgðar, þá sagði ég skilið við flokkinn.
Bjarni og þeir sem honum fylgdu að málum sýndu óheilindi gagnvart þjóðinni og það kann ég ekki að meta. Afstaða Bjarna til ESB aðlögunar og aðildar hefur mér þótt ótrúverðug, hann hefur ekki haft manndóm í sér til að stíga fram og segja "Nei við viljum ekki ganga í ESB", þvert á móti hafa öll hans svör verið loðin.
Bjarni hefði gert sjálfum sér og flokknum greiða hefði hann ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns fyrir síðasta landsfund. Þá hefði fólk eflaust fengið að heyra hvað Hanna Birna stæði fyrir, en því miður þá verð ég að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um afstöðu hennar, t.d. til ESB aðildar.
Sú var tíðin að maður gat verið viss um afstöðu forystumanna Sjálfstæðisflokksins til brýnna mála, en því er ekki að heilsa í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er eini stjórnmálaforinginn nú í dag sem talar skírt og á mannamáli, þó svo að nokkrir kratar skilji það ekki.
Hefði einhver sagt mér fyrir nokkrum mánuðum að ég ætti eftir að kjósa Framsókn, hefði ég talið hinn sama ekki öllu mjalla, þann flokk hef ég aldrei kosið og fram að þessu aldrei komið það til hugar. Nú aftur á móti skoða ég þann möguleika af fullri alvöru, þar sem minn gamli flokkur hefur ekki sýnt að hann sé traustsins verður.
Tómas Ibsen Halldórsson, 12.4.2013 kl. 14:25
Ég er orðin léleg í refsskák og hef raunar aldrei verið að spá í hvort pistlahöfundur er launaður (þótt líklegt sé) eða hjá hverjum. En ég hef verið ánægð með Sigmund frá fyrstu tíð. Óskar minn láttu vera að bölsótast yfir því,en hvernig vita menn hvað aðrir hugsa nema þeir búi yfir samskonar kendum; “Davíð leit á sig sem sólkonung.” Ég ætla rétt að vona að Bjarni líti á sig sem formann áfram,ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef hann heldur áfram annars ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2013 kl. 14:59
Tómas. Þú heldur að Framsóknarflokkurinn sé trúverðugur. Menn eru fljótir að gleyma því hvernig Finnur Ingólfsson efnaðist og hvernig Ólafur Ólafsson efnaðist, og fleiri. Hverjir heldur þú að séu að baki flokksins. Verði þér að góðu.
Eyjólfur G Svavarsson, 12.4.2013 kl. 14:59
það hefur margt mætt að BB siðan hann tók við formanni XD en óöldina nuna serstaklega getur hann þakkað varaformanni sinum og sammála Sig .þorsteinnsyni her á undan ef hun ser sig ekki um hönd nuna þá springur bomban og Sjáldstæðið hrynur korteri fyrir kostningar ,,.þvi það vita margir að hun er á væng SAMFÓ og harður ESB sinniraun ..en það er aðeins litil prósenta hennar fylgi !..En að öðru leyti er eg alls ekki sammála Sigurði og tel orð hans með samferðalag þeirra sem hann telur upp þar óverðskulduð og óliku saman að jafna ....
rhansen, 12.4.2013 kl. 15:05
Komið þið sæl; á ný !
Mín ágæta nafna; Kristjánsdóttir !
Ekki í neinu, hugðist ég styggja þig - né við þig troða nokkurs konar illsakar, nafna mín góð.
Aðeins; og því aðeins, að benda fólki á - þér meðtalinni, á orsakir og afleiðinagr þeirra vandkvæða, sem fylgjendur flokksins, sem aðsetur hefir í Valhöll (við Háaleistisbraut Reykvízkra) eiga við að etja, en geta auðveldlega ráðið bót á, með Allsherjar útlegð hins huglæga Pols Pot Íslands, Davíð þennan Oddsson, nafna mín.
Skemmum ekki; Sólríkan dag (hér austanfjalls, að minnsta kosti), með því að nefna Kögunar hörmungina S.D. Gunnlaugs son, neitt frekar, að svo komnu, nafna mín góð.
Ekkert síðri kveðjur; hinum fyrri, svo sem /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 15:10
Heill og sæll Óskar Helgi Óskarson. Innkoma þín er ávallt eins og ferskur vindblær, sérstaklega þegar illur daunn ér í loftinu eins og verið hefur.
Heppnin hefur oft leikið mig grátt. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð kynntist ég sósíalismanum sáluga sjá
http://ziggi.blog.is/admin/blog/?entry_id=1288054
féll niður úr rauðum skýjum, niður í raunveruleikann sem þo getur á stunum verið afar skrautlegur. Í nokkur ár hef ég unnið verkefni í fyrrum Austur Þýskalandi þar sem ég hef kynnst mannvonsku þess kerfis sem margir íslendingar hafa í huga sér sem draumaland. Votti af því fengum við síðan að kynnast hjá ríkisstjórn hvers fylgis er að hverfa.
Bjarni er oft orðaður við Davíð Oddson, sem ég sé nú ekki þann ógnvald sem þú gerir Óskar minn. Er þó ekki hrifinn af frjálshyggjunni sem Hannes Hólmsteinn illu heilli læddin inn í íslenska pólitík. Öfar eru alltaf til ills. Sagan segir að þegar búið var að koma fjölmiðafrumvarpinu í hnút á sínum tíma hafi það mál lennt inn á borð Alsherjarnefndar. Bæði Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur Sigfússon létu færa sig yfir í nefndina. Formaðurinn var Bjarni Benediktsson þá nýliði á Alþingi. Síðan lak út að Alsherjarnefnd væri að ná farsælli niðurstöðu. Á næsta þingfundi var þungt í Davíð sem þrumaði yfir liðinu. Það virtist ekki hafa nein áhrif á Bjarna, sem sagði. Mér var falið það að koma þessu máli í höfn, og ekki kom ég málinu í hnút. Ef það er vilji þingflokksins að einhver annar taki málið að sér, er það mér að meinalausu, en ef ég á að klára málið þá geri ég það með þeim aðferðum sem sátt var um.
Ég hafði eftir Margréti Frímannsdóttur þeirri heilindarmenneskju, að náðst hefði trúnaður og vinátta milli nefndarmanna og frábær lausn. Hefði sú lausn verið valin hefði Jón Ásgeir aldrei átt meira en helming fjölmiðla landsins, sem hann fékk í boði núverandi ríkistjórnar ,, án útboðs"
Úr Kjalarnesþingi Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2013 kl. 15:48
er svarið ekki bara komið hjá henni
http://www.mbl.is/frettir/kosning/2013/04/12/formannsskipti_engin_oskastada/
Rafn Guðmundsson, 12.4.2013 kl. 15:55
Sæll Tómas. Hún dóttir mín er í námi og eitt af þeim verkefnum sem þau fengu var að meta Icesave III. Þau lögðu talsverða vinnu í þetta verkefni og leituðu fanga víða.
Niðurstaðan var að með því að samþykkja Icesave III væri verið að fara nokkuð örugga leið. Við þyrftum að greiða að mig minnir 50-60 milljarða og málið væri búið. Ef við myndum fella samninginn væru mestar líkur á því að við þyrftum að greiða um 150 milljarða (að mig minnir) ef það tapaðist fyrir dómstólum. Þeirra niðurstaða var að með því að fella Icesave III væri verið að spila rússneska rúllettu, möguleikarnir væru e.t.v. 2/6.
Margir af fremstu hagfræðingum okkar og lögmönnum vildu samþykkja Icesave III hvar sem þeir stóðu í politík. Ef þessi afstaða dugar til þess að koma þér í Framsókn er það þeirra vandamal.
Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2013 kl. 15:58
Eyjólfur, ég ætla Sigmundi ekki að vera eins og forverar hans í Framsóknarflokknum, ég verð að trúa og treysta því sem ég heyri og sé. Það sama á við Sjálfstæðismenn eins og Bjarna, ekki er hann eins og nafni hans var forðum, eða aðrir fyrrum forustumenn flokksins. Ef ég héldi að svo væri kysi ég hann blint, en það geri ég ekki.
Ég hef auðvitað enga vissu um Sigmund Davíð fyrr en á hann reynir, frekar en allir þeir er kusu VG síðast vegna þess að sá flokkur ætlaði aldrei að sækja um aðild að ESB.
Ég vona svo sannanlega að Sigmundur muni standa sig, en eins og staðan er þá er ekki um margt að velja, þó svo að ekki vanti framboðin.
Tómas Ibsen Halldórsson, 12.4.2013 kl. 15:59
Sigurður, með staðfestu Sigmundar Davíðs, þjóðarinnar og forsetans, komum við í veg fyrir holskeflu og það ranglæti sem ESB ætlaði að beita okkur, en eins og við munum ákvað ESB að gerast aðili að málsókninni gegn okkur. Við sem treystum á réttlætið höfðum sigur, en það voru einmitt þeir sem höfðu trú á réttlætinu sem stóðu í lappirnar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 12.4.2013 kl. 16:05
Komið þið sæl; sem fyrr !
Sigurður Þorsteinsson !
Legg þau að jöfnu við Davíð; : Steingrím J. og Margréti Frímannsdóttur, sem og Hannes Hólmstein, bendi þér jafnframt á, að Margrét var ein banamanna Hraðfrystihúss Stokkseyrar h/f., míns gamla og góða vinnustaðar í ferli, sem hófst í ársbyrjun 1987 (og raunar; mun fyrr) og lauk Haustið 1992, þó svo; heimamanneskja hafði verið; Margrét frá unga aldri, heima á Stokkseyri, svo fram komi, einnig.
Þá; sýndu þáverandi þingmenn Suðurlands, að Eggert fornvini mínum Haukdal á Bergþórshvoli austur einum unddanskildum, hvers lags hengilmænur þau voru - sem auðsveip mjög, gagnvart Guðmundi Malmquist, þáverandi forstjóra Byggðastofnunar, og ýmsum annarra, sem ekki verða hér upp taldir, sérstaklega.
Þannig að; skemmdarverkin finnast víða, úr fjarlægari fortíð - sem og hinni nálægari, Sigurður minn.
Hinar sömu kveðjur; sem fyrri, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 17:00
Fyrsta færsla Sigurðar Þorsteins her segir allt sem segja þarf. Og Páll Vilhjálmsson er ekki undanskilin þegar kemur að aðförinni að Bjarna. Hvernig sem honum svo líkar felagsskapurinn.
Ragnhildur Kolka, 12.4.2013 kl. 18:52
Sammála Sigurði Þorststeinssyni, hræddur um að bomban sé við það að springa í höndunum á Hönnu Birnu, svo er spurningin hvort henni hafi verið komið í hendurnar á henni að henni forspurðri.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 18:58
Tómas ég vil ekki blanda saman trúmálum og stjórnmálum eins og mér finnst að þú viljir gera. Þannig greiddi ég atkvæði gegn því að lög skildi miðuð við kristin gildi eins og meginþorri landsfundarfulltrúa. Hins vegar vil ég gjarnan að kristin gildi séu höfð í huga þegar við störfum innan flokksins. Allar öfgar og skortur á umburðalyndi tel ég vera í andstöðu við þá hugsun. Í stað þess að fara í Framsókn, gætir þú prófað að fara í kirkju heldur oftar.
Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2013 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.