Fimmtudagur, 11. apríl 2013
Samfó 12% sértrúarsöfnuður
Samfylkingin sem ætlaði sér að verða stærsti flokkur landsins og skapa nýtt Ísland með höfuðborgina í Brussel er með 12 prósent fylgi - og er á niðurleið.
Samfylkingin er sá flokkur sem er mest út úr kú í íslenskum stjórnmálum. Jafnvel VG, með sitt jaðarfylgi, er þó með sitt prógramm á hreinu.
Samfylkingin reynir að gorta sig af árangri undanfarinna ára um leið og flokkurinn er með stefnuskrá sem hafnar einmitt þeim stjórntækjum sem gerði árangurinn mögulegan, fullveldinu og krónunni.
Þeir sem hönnuðu kosningaáætlun Samfylkingar hljóta að vera masókistar.
Framsókn með 29% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ætli þetta endi ekki með því að ég einn kýs þá
Rafn Guðmundsson, 11.4.2013 kl. 20:09
Ertu nú viss um að VG sé með sitt prógram á hreinu?
Steinarr Kr. , 11.4.2013 kl. 20:47
Eftir að VG sveik í ESB málinu með því að heimila Samfylkingunni að gera þessa ESB umsókn að grundvelli þessarar ríkisstjórnar þá datt botninn úr stefnu og trúverðugleika VG.
Þeir munu aldrei aftur ná vopnum sínum vegna þessa.
Enda er stefnan öll á reiki og "til dæmis þetta" og "til dæmis hitt" í kannski "til dæmis eitt ár í viðbót" eins og þeir ályktuðu þegar þeir samþykktu að halda ætti svikaslóðinni í ESB málinu áfram líka eftir kosningar.
Sem betur fer hafa þeir sjálfir komið því þannig fyrir að þeir verða varla spurðir mikið um þessa "til dæmis" stefnu sína eftir kosningar.
Versta við að þeir munu sjálfir ekki einu sinni fatta það hvers vegna það hefði "til dæmis" eiginlega getað gerst.
Svona rétt eins og Árni Þór Sigurðsson sem grét mikið og lengi sigur Íslands í ICESAVE málinu.
En sér og Steingrími Joð til afsökunar hélt hann því fram að sá dómur hefði eiginlega verið einhvers konar svona "til dæmis" niðurstaða sem hefði eiginlega einmitt verið einhverskonar svona "til dæmis" (ó)heppni.
Þessi stefna þeirra "til dæmis" Vinstri grænna er víst eiginlega "til dæmis" alveg á hreinu ?
Gunnlaugur I., 11.4.2013 kl. 23:33
BF og XS erum með fínt fylgi samanlagt.
ESB flokkarnir.
Meira en XD sem dæmi
Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2013 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.