Evran er pólitísk mistök og ónýt hagfræði

Evran mun aldrei þrífast án sameiginlegs ríkisvalds þeirra ríkja sem nota gjaldmiðilinn. Rómarveldi, sem leið undir lok á fimmtu öld, er síðasta sameiginlega ríkisvald í Vestur-Evrópu.

ESB-ríkin 27 og evru-ríkin 17 hafa haft fimm ár, frá haustdögum 2008, til að leysa kreppu gjaldmiðilsins. Enn bólar ekki á varanlegri lausn. Fimm evru-ríki eru í gjaldþrotameðferð: Írland, Grikkland, Spánn, Portúgal og Kýpur. Slóvenía er næst.

Evran átti að sameina ESB-ríkin undir eina fjármálalega yfirstjórn. Úr þessu verður það ekki gert enda kjósendur í Norður-Evrópu búnir að fá sig fullsadda af niðurgreiðslu lífskjara í Suður-Evrópu.

Eina leið evrunnar er niður á við. Eina áhugaverða spurningin er hvort það verði sprenging í evru-samstarfinu eða hvort hnignunin taki áratugi.


mbl.is „Við þurfum ekki evruna til þess“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er skoðun sumra - t.d. þín og Frits Bolkestein. ekkert meira

Rafn Guðmundsson, 11.4.2013 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband