Réttarhneyksli í boði auðmanna

Auðmenn eru komnir með nýja leið til að sleppa undan réttvísinni. Þeir einfaldlega ráða sér reglulega nýja lögmenn og fresta þannig dómsmálum til eilífðarnóns

Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall komast upp með það að segja sig frá vörn Kaupþingsmanna og kaupa þannig skjólstæðingum sínum nokkurra mánaða frest. Vitanlega ætti að hirða af lögmönnum leyfi til málflutnings sem svindla á kerfinu með þessum hætti.

Lögin eiga að ná yfir auðmenn ekki síður en almenning.


mbl.is Aðalmeðferð í Al-Thani frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Alveg rétt Páll,

en væri ekki einnig rétt að láta þessa menn sitja inni þar til dómur hefur verið upp kveðinn, þegar menn haga sér með þessum hætti?

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.4.2013 kl. 11:09

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Held að þessir lögmenn hafi ekki verið orðnir í miklu áliti hjá almenningi en þarna bitu þeir algerlega höfuðuð af skömminni.  Hér eftir verða sennilega engir til að ráða þá í vinnu nema stórþjófar og aðrir vafasamir pappírar.  Undrast það mjög hvað þetta dæmalausa mál fær litla athygli í fjölmiðlum.

Þórir Kjartansson, 11.4.2013 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband